Vera - 01.02.2002, Qupperneq 51

Vera - 01.02.2002, Qupperneq 51
voru börn oft nefnd nöfnum dáinna systkina sinna, eða fengu jafnvel sama nafn og eldra systkini sem enn var á lífi, þar sem nauðsynlegt virtist vera að sum nöfn héldust i ætt- inni og skipti þá litlu máli með hvaða hætti. Þar sem börn voru svona ómerkileg fyrirbæri var iðulega komið alveg sér- lega illa fram við þau og þeim var misþyrmt fyrir litlar sakir. Með iðnbyltingunni komst sá háttur á að nota litlu ódýru starfskraftana í verksmiðjunum og þurfti víst lítið að hafa áhyggjur af uppreisnaranda eða kröfum um launahækkanir. An þess að ég ætli að velta mér frekar uppúr ömurlegum að- búnaði barna, þá finnst mér ástæða til þess að koma þessu að til þess að skýra betur afhverju Jane Austen skrifaði litið um börn og móðurhlutverkið og ekki neitt um konur sem langaði til að sinna því. Það hlýtur jú að skipta máli hvaða Stöðu börn hafa í samfélaginu á hverjum tima, og Austen var áberandi mikið meðvituð um statusa í samfélaginu. Þannig að meiningin er sú að sýna fram á samhengi þarna á milli. Kaflaskipti Til þess að skilja hvers vegna móðurhlutverkið er svona lítils metið í bókum Jane Austen, verður að gera sér grein fyrir því að móðurhlutverkið eins og vestrænar þjóðir skilgreina það í samtíma okkar, er nýtt fyrirbæri. Konur hafa ekki alla tíð verið einangraðar inni á heimilum uppteknar af því að ala upp nýta þjóðfélagsþegna, þótt sú mynd sé mjög sterk í huga okkar. A tuttugustu öldinni breyttist uppeldishlutverkið gríöarlega, og það oftar en einu sinni; á þriðja og fjórða ára- tugnum var álitið að móðurhlutverkiö þyrfti að læra, en á fimmta áratugnum var litið svo á að heilbrigð skynsemi og innsæi ætti að ráða ferðinni. Fyrir kreppukynslóöina voru eftirstríðsárin draumur í dós; loksins efnahagsleg velmegun, og eftir að feður og synir höfðu verið á vígvellinum og mæð- ur og dætur í verksmiðjunum var barnmörg fjölskylda undir einu þaki traust og kósí. Enda var fæðingartíðnin í Banda- nkjunum á tímabili sú sama og á Indlandi. Það varð að fylla í skörð fallinna hermanna. Fimmti áratugurinn er sá sem er svo yfirgnæfandi sterkur í huga okkar að hann yfirgnæfir alla forsögu málsins, það er m.a. vegna áhrifa sjónvarps og bíómynda sem voru orðnir sterkustu miðlarnir. Við þetta tímabil er miðað þegar við tölum um „hefðbundnar fjöl- skyldur" og „húsmóðurhlutverkið". Það er þá, á fimmta ára- tug síðustu aldar sem sú skoðun komst á að barnauppeldi, matseld og annað heimilishald væri álitið kvenlegt, gott ef ekki partur af persónuleika kvenna. Við erum enn að sjá bíó- myndir frá þessu tímabili og áttum okkur ekki á að það er ekki bara vegna þess að sjónvarpið var ekki komið fyrr sem við sjáum ekki hvernig hlutunum var háttað fyrir daga þess. Það hentar einfaldlega mjög vel að láta okkur halda að móð- urhlurverkið hafi verið í föstum skorðum í aldanna rás. Staðgenglar móðurinnar Þótt aðrar konur en þær sem tilheyrðu verkalýðsstétt væru lokaðar inni á heimilunum, var ekki þar með sagt að þær, sem líffræðilegar mæður, væru að ala upp og næra börn sín. Það er seinni tíma uppfinning að snýtingar og skeiningar séu göfgandi, fínar frúr fyrri tíma komu ekki nálægt slíku. Marg- ar mið- og hástéttar fjölskyldur notuðu barnfóstrur sem sáu um börnin frá fæðingu og þar til þau voru send á heimavist- arskóla. Fleimilinu var ekki einu sinni stjórnað af húsmóður- inni, það var í höndum starfsfólksins: Brytans, ráðskonunn- ar, yfirkokksins og barnfóstrunnar. Þetta má berlega sjá hjá Lafði Bertram, sögupersónu í Mansfield Park. Þótt hennar börn séu að mestu leyti uppkomin þá litur hún greinilega ekki svo á að þau séu neitt sérstaklega á hennar ábyrgð og hefur lítinn sem engan áhuga á því sem þau taka sér fyrir hendur eða eru að stússa: „Lafði Bertram sýndi menntun dætra sinna enga athygli ... Hefði hana langað til að gera eitthvað fyrir stúlkurnar sín- ar hefði henni sennilega þótt það óþarfi, því þær voru í um- sjá fóstru, með góða kennara, og gætu ekki þurft meira." Um aldaraðir hafði hin líffræðilega móðir haft stað- gengla; brjóstamæður og barnfóstrur, og sem nærri má geta tengdust börnin þessum konum sterkum böndum. Sé þetta haft í huga er stórlega hægt að draga í efa „hin sterku nátt- úrulegu tengsl móður og barns". Hin eigingjarna móðir Sálfræðingurinn Shari L. Thurer bendir á að persónur í bók- um Jane Austen hafi hreint ekki i hyggju að gerast mæður, og nefnir hún reyndar söguhetjur fleiri skáldkvenna (Bronté systra, Eliot) til að árétta það að móðurhlutverkið þótti alls ekki eftirsóknarvert á þeim tíma. Og í skáldsögunum er það jafnvel gert hlægilegt og til vandræða: „Þegar mæður eru kallaðar til leiks, eins og Frú Bennet í Hroka og hleypidóm- um, verður návist hennar til meiri vandræða en fjarvist hennar." Þannig er Mary Musgrove í Persuasion allt að því 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.