Vera - 01.02.2002, Side 58

Vera - 01.02.2002, Side 58
Robles hefur líka tekið á heimilisofbeldi, nauðgunum og kyn- ferðislegri áreitni, í landi þar sem skuldinni hefur lengst af ver- ið skellt á fórnarlömb nauðgara og eiginmenn komist upp með ofbeldi án þess að vera refsað. endur yröu tafarlaust leystir úr haldi. Ekkert fordæmi var fyrir því að em- bættismenn véfengdu gerðir alríkis- valdsins og fjölmörgum mótmælendum var sleppt. Ortega telur þennan atburð hafa markað tímamót fyrir Robles og fært sönnur á kjark hennar. Hún segir einnig að almenningur telji aðdáunar- vert hvernig Robles brást við þegar lög- reglan setti upp vegtálma í kringum miðborgina þegar loforð borgaryfir- valda um launauppbót brást. „Hún mætti á staðinn og samdi um málið. Það hefði enginn karlmaður gert." Alejandro Quintero, forstjóri stofnunar sem fer með mál kennara og verkafólks í borginni, segir Robles horfast I augu við vandamálin. „Hún fer út á meðal fólksins og ræðir við það, sem er frá- brugið stjórnarháttum Cárdenas," segir hann. „Hún er hörkutól, " segir Román Revueltas blaðamaður á óháða dag- blaðinu Milenio. „Þetta er karlrembu- land en hún nýtur virðingar. Hún er hrein og bein og það kunnum við að meta." Henni tókst þó að móöga fyrr- verandi forseta landsins, Ernesto Zedillo, þegar hún neitaði að fylgja honum í skoðunarferð um borgina. „Konur elska mig vegna þess að yfirleitt er það karlinn sem hafnar konunni en í þetta sinn var því öfugt farið, " segir hún. Þótt lagabætur Robles gildi aðeins í Mexíkóborg, hafa þær haft víðtæk áhrif á landsbyggðinni. Stjórn höfuð- borgarinnar er talið valdamesta em- bætti landsins, næst á eftir forseta- embættinu, svo verk hennar hafa vakið eftirtekt, einkum hvað snertir afskipti hennar af fóstureyöingalöggjöfinni. „Um það bil milljón konur fara í fóstur- eyðingu I Mexíkó ár hvert, " segir hún. „Og margar, sérstaklega þær fátæk- ustu, deyja af afleiöingum ólöglegra fóstureyðinga. Það er fjórða algeng- asta dánarorsök barnshafandi kvenna, svo þetta er ekki siðferðilegt vandamál heldur snertir málið heilsufar þjóðar- innar." Þar til nýlega voru fóstureyð- ingar ólöglegar í öllum fylkjum Mexíkó, 31 að tölu, og sömuleiðis í höfuðborg- inni, en undanþágur voru þó til staðar hefði konu verið nauðgað eða með- ganga og fæðing talin lifshættuleg. Robles gerði róttækar breytingar á fóstureyðingalöggjöf borgarinnar, þeg- ar hún I ágúst árið 2000 knúði fram reglugerð sem kveður á um að fóstur- eyðing sé heimil ef heilsufari konu sé hætta búin (ekki lífi hennar) eða ef um alvarlega fæðingargalla sé að ræða. Luis Reynoso Cervantes, biskup og lög- fræðilegur ráðunautur mexikóska bisk- uparáðsins, kallaði hana morðingja og heigul, en Robles var föst fyrir og reyndist njóta stuðnings 75% borgar- búa. Hún hefur líka tekið á heimilis- ofbeldi, nauðgunum og kynferðislegri áreitni, I landi þar sem skuldinni hefur lengst af verið skellt á fórnarlömb nauðgara og eiginmenn komist upp með ofbeldi án þess að vera refsað. Robles er ekki eina stjórnmálakon- an sem ræðst gegn félagslegu órétt- læti. Konur í Mexíkó fengu fyrst rétt til að bjóða sig fram í kosningum árið 1953 en gegna nú nokkrum veigamikl- um embættum, svo sem embætti utan- ríkisráðherra, umhverfisráðherra og þingforseta, auk þess sem konur eru formenn tveggja stjórnmálaflokka, PRD og PRI. „Að sjá konu sem borgarstjóra hefur breytt ímynd valdsins," segir Robles, „en samfélagsleg breyting er enn aðeins á frumstigi. Breytingar eru lengi að skjóta rótum." Og hún er stolt yfir hlutverki sínu í mexíkóskum stjórn- málum. „Konum er kennt að óttast ákvarðanatöku. Eitt af því sem ég þurfti að læra var að nota völdin." En völdin verða að bíða enn um sinn og hvað varðar hugsanlegt forsetaframboð seg- ir hún aöeins að langt sé í kosningar. SigríOur Magnúsdóttir þýddi úr MS Women's News Dæmi um efnisflokka: Fátækt Fréttadreifing meö tölvupósti Glæpir og (ó)réttlæti Heilsa Hægt er að gerast áskrifandi að fréttum og greinum um feminisma sem safnað er Lesbiur saman hvaðanæva úr heiminum. Til að gerast áskrifandi þarf að senda tölvupóst á Listir og menning Womensnews826@aol.eom og rita 'Subscribe’ sem efni bréfs. Eftir að hafa skráð sig Stríð og friður fær kona daglega tölvupóst frá fréttagyðjunni Mary Ann. Pólitík Vændi

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.