Vera - 01.02.2002, Page 59

Vera - 01.02.2002, Page 59
Guðrún M. Guðmundsdóttir Femínískt uppeldi Unglingaveikin Á mettíma breyttist eldri dóttir mín í ungling með tilheyrandi glænýjum og ógnvekjandi áhugamálum. Britney Spears. Jennifer Lopez i tónlistarmyndbandi sínu við „my love don't cost a thing". I þau fjögur ár sem ég hef verið femínisti hafa dætur mínar, nú 10 og 12 ára gamlar, fylgt mér á femínískri þroskabraut. í raun áttu þær aldrei annarra kosta völ þvi að líf mitt um- turnaðist samfara hinni nýju lífssýn. Ég var þakklát femínísma að nú skyldi 28 ára samfelldu smjaðri mínu við karl- kynið lokið enda hafði ég séð að slík hegðun hafði byggst á allsherjar mis- skilningi um að karlar væru merkilegri en konur. Einhvernveginn hafði þessari þvælu tekist að ná fótfestu í fyrndinni og mótað þannig huga fólks, gerð sam- félaga og meira að segja sjálfan Sann- leikann en nú hafði misskilningurinn leiðréttst. Ég var jafnvel enn þakklátari femínisma er ég áttaði mig á möguleik- anum að forða dætrunum frá sömu mistökum og því kom aldrei annað til greina en að leiða þær útá hina hollu braut feminisma. Stelpurnar uröu fljótlega fyrir- myndarfemínistar, þær komu auga á hvimleiða tilhneigingu kvenna til að vera skrautmunir, túlkuðu górilluhátt- erni stráka sem vanþroska á sviði til- finninga og sárvorkenndu stelpum sem létu plata sig í aumkunarverðar feg- uröarsamkeppnir. En um það leyti er ég hélt að hin femínísku gleraugu okkar væru orðin að igræddum linsum stóö ég frammi fyrir einni verstu martröð femínistans. Á mettíma breyttist eldri dóttir mín í ungling með tilheyrandi glænýjum og ógnvekjandi áhugamál- um. Allt i einu varð vinkonuhópurinn mikilvægasti þáttur tilverunnar. Hún vildi eyða með þeim öllum stundum og þegar hún var ekki með þeim talaði hún við þær til skiptis í simann. Sms skilaboöatónar pipuðu látlaust og um- ræðuefnið, mér til mikillar mæðu, virt- ist ávallt tengjast strákum, hverjir væru sætir, Ijótir eða ógeðslegir og hvaða krakkar væru byrjuð á föstu. Kringlu- og Smáralindarferðir urðu æ tíðari hjá henni og mér til furðu kom hún, krakkaormurinn, ávallt stífmáluð heim. Ofurróleg sagði hún ávallt ástæðuna vera eintómt grín og að þær vinkon- urnar hefðu bara verið að prófa dót í Body Shop. Ég sá strax að mun meiri alvara lá að baki og djúpur áhugi. Ég ákvað því aö prófa samningsleiðina (reyndar eftir misheppnað reiðikast af minni hálfu). Ég stakk uppá að hún mætti aðeins mála sig við sérstök tilefni, t.d. í afmæl- um eða partýjum og að ég skyldi hjálpa henni að velja örlitiö smekklegri snyrti- vörur sem hæfði hennar aldri betur. Mér sýnist þetta samkomulag okkar vera enn í fullu gildi þó mig langi alltaf mest að rjúka til og hvítskrúbba máln- inguna úr andliti hennar og jafnframt þennan nýja persónuleika. Popptíví- gláp var orðið að daglegum viðburði áður en ég vissi af. Ég trúði ekki að þessi ömurlegasta myndbirting kven- fyrirlitningar væri orðin hluti af tilveru hennar og hvað þá minnar. Ég lagði mig alla fram við að benda henni á þreyttar staðalmyndir kvenna og töffaragang karla en hún lét það sem vind um eyrun þjóta. En hafði vit á að samsinna mér í einu og öllu og sagðist meira að segja horfa á þetta með feminisku gleraugunum sínum. Mér þótti þetta afar ósannfærandi þar sem hún hélt bara áfram að horfa og dansa fyrir framan tækið með tilheyrandi mjaðma- og rassahnykkjum. Ég dró andann djúpt og sá að enn þurftu samningaviðræður að hefjast. Ég bauð henni að horfa frá kl. 3-5 á daginn en ef hún elskaði mig myndi hún sleppa því þegar ég væri heima. Ég verð að viðurkenna að unglinga- veikin hefur reynst mér og yngri syst- urinni, sem enn er róttækur femínisti, erfið raun. Þegar stóra systirin byrjar að tala um stráka, mála sig eða dansa ögrandi horfum við yngri dóttirin mæðulega hvor á aðra og veltum vöngum hvort feministinn í henni sé með öllu horfinn eða hvort um skamm- tíma dvala hans sé að ræða. 59

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.