Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 67

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 67
 þeim. En stúlkurnar sem fóru á her- mannaböll þar sem var fín músík og kurteisir karlmenn, þær voru um leiö orðnar mellur. Þetta var mikil þvingun og niöurlæging fyrir okkur. Eins og sjá má af viðbrögöum bæöi Vilmundar landlæknis og Hermanns Jónassonar forsætis- og dómsmálaráö- herra virðist þjóðernisrembingur, af- brýöisemi út í hermenn og hræðsla um eigin völd og framtíð þjóðarinnar hafa verið mjög ofarlega í hugum ráða- manna. Hermann skipaði lögreglunni að hafa eftirlit með stúlkum og konum á götum úti frá fyrsta degi hernámsins. Þær sem sáust i fylgd með þeim eða töluðu við þá eitthvað að ráði voru skrifaðar upp eða jafnvel fluttar til skýrslutöku á lögreglustöðina. Upp úr sauð þegar Vilmundur landlæknir sendi dómsmálaráðuneytinu embættisbréf um saurlifnað í Reykjavík og stúlku- börn á glapstigum. Skipuð var nefnd til að finna lausn á þessu hræðilega laus- læti kvenna. Nefndin samdi síðan skýrslu, ástandsskýrsluna frægu, sem birt var í öllum blöðum í ágúst 1941. Lögreglustjórinn fullyrti að 2500 konur eða 20% allra kvenna i Reykjavík væru í 'ástandinu' og liföu ósæmilegu kynlífi með hermönnum. Almenningur stóð og gapti yfir þessum tiðindum og margir spurðu: Hvar eru allar þessar konur? Þær voru auövitað ekki til. LAUSLÆTI OG SKATTALÖG Skattalögin sem settvoru 1921 og voru í gildi til 1958 voru giftu fólki erfið. Tekjur konu lögðust við tekjur eigin- manns. Því borgaði sig ekki fyrir giftar konur að vinna úti. Margt ungt fólk tók til þess bragðs að gifta sig ekki strax en opinberaði trúlofun og eignaðist börn. Með tímanum urðu viðhorfin til sam- búðarfólks og þá um leið til einstæðra mæðra ekki jafn fordómafull og I öðr- um löndum. Bretar og Bandaríkjamenn héldu að tölur um barneignir okkar utan hjónabands bentu til ógurlegs lauslætis því 26% prósent nýbura hér á landi voru taldir óskilgetnir, en um 10% á Norðurlöndunum. Konur sem voru illa staddar hafa sjálfsagt einhverjar farið út í vændi. En það var blásið upp. íslenskar konur voru mjög vandar að viröingu sinni og laus- ar við þetta lauslæti sem karlmenn voru alltaf að þvæla um. Þær þurftu ekki annað en segja útlendingum til vegar þá voru þær kallaðar útlendinga- kvenfólk, mellur og gálur. íslenskum karlmönnum datt ekki i hug að kona gæti talað við hermann öðruvísi en hún væri að fara á fjörurnar við hann. Sjálfsagt þótti að hermenn gerðu hosur sínar grænar fyrir konum. Þeir áttu rétt á því að fá eðlishvötum sínum fullnægt. íslensk lög náðu ekki til þeirra svo þrautalending ráðamanna var að ofsækja konur og skapa almenningsálit sem útskúfaði þeini. Það sáu það eflaust fleiri en ég hvað þetta var óréttlátt. En konur höfðu engin völd, enga rödd. Við sem giftum okkur lokuðumst inni á heimil- unum með börnin okkar og gátum ekk- ert gert til að breyta þessu. Svo er spurt hvað varð um kvennabaráttuna milli 1920 - 1960. Við lentum í kreppu í tiu ár, svo kemur herinn og okkur konum og telpum var kennt um allt sem aflaga fór i samskiptunum við herliðin. Þar með voru íslenskir karlmenn og her- menn stikkfrí. Við sátum uppi með það að vera svikarar og fyrirlitlegur helm- ingur þjóðarinnar. Það fór fyrst að draga úr gróusög- um um 'ástandið' þegar 300 þýskar konur komu 1949. Flestar þeirra giftust og settust hér að. Það var eins og karl- mennirnir fengju einhverja sárabót. NÁMIÐ Við hjónin skildum 1978. Þá verð ég ein með yngstu stelpurnar minar tvær, og vann úti allan daginn þar til sú yngri var að verða tvítug. Mig langaði alltaf að læra. Ég fékk undanþágu til að fara í bókasafnsfræði í HÍ þó ég hefði ekki stúdentspróf, því ég hafði unnið á bókasafni. Eftir eina önn gat ég skipt um og fór í mannfræði. Ég vildi kafa ofan í lífið hjá fólki. Bækurnar mínar eru skrifaðar eftir forskrift mannfræðinnar, þar sem litlir hópar eru kannaðir. Ég lauk B.A. prófi 1994, stundaði það nám með vinnu. B.A. ritgerðin er um Rauðsokkahreyfinguna og kom út á bók undir heitinu 'Vaknaðu kona. Bar- átta rauðsokka frá þeirra eigin sjónar- hóli'. Ég vann til 1996, þá varð ég 67 ára og komst á eftirlaun. Þá hóf ég M.A. námið. RAUÐSOKKURNAR Það sem gerði okkur reiðastar var að Sameinuðu þjóðirnar höfðu farið fram á að aðildarþjóðirnar samræmdu launakjör kvenna og karla. Að fjórum árum liðnum, þegar fresturinn til að- lögunar rann út, 1967, kom í Ijós að launabilið hafði breikkað hér á landi. Þegar Rauðsokkahreyfingin kom þá tók ég stökk inn í mér: "LOKSINS fer eitt- hvað að gerast!" Ég tók reyndar ekki þátt í að stofna Rauðsokkahreyfinguna. Ég vann úti og var með stórt heimili og gat ekki veriö með þeim fyrr en í árs- byrjun 1975. Rauðsokkurnar héldu láglaunaráð- stefnu og ég var fengin til að tala því ég var í VR. Ég hafði aldrei staðið upp, ég var orðin 46 ára og þarna voru yfir 200 manns, ég stóð þarna skjálfandi en komst frá þvi. Svona hreyfingar eiga sinn ákveðna liftíma svo tekur annað við. Þessar konur stofnuðu síðan Kvennaframboð- ið og Kvennalistann. Ég var ekki með í því. Ég hef aldrei viljað starfa beint í stjórnmálum þó ég hafi mikinn áhuga á þeim. Ég nenni ekki að sitja á fundum. Vinstra fólk á íslandi er líka undarlega þrasgjarnt. Það skrifaði enginn urn Rauðsokka- hreyfinguna af viti fyrr en ég gaf út B.A. ritgerðina mína. Það var talað um þær með fyrirlitningartón fram yfir 1990, meira að segja af fræðimönnum. Bókin segir frá því hvað Rauðsokka- hreyfingin gerði. Það voru uppreisnir um allan heim og Rauðsokkahreyfingin var okkar uppreisn. Þær sem stofnuðu hreyfinguna höfðu veriö í námi erlend- is og koma með uppreisnarandann heim og hefja þessa baráttu. 'Konur á rauðum sokkum' auglýstu þátttöku sína I kröfugöngu 1. maí 1970. Ég var þá kasólétt, þannig að ég gat ekki far- ið, en ég fylgdist vel með þeim. Mér fannst þær æðislegar. Þjóðin lagðist í umræður um kynin, verkaskiptinguna og hvernig þetta var allt saman. Það var sagt um okkur að við vildum vera karlmenn. Við værum gamlar uppþorn- aðar piparjúnkur, frekjur og mislukk- aðar konur. En við vorum flestar úti- vinnandi húsmæður, margar ungar að árum og bráðfallegar. Þess vegna var þetta svo stórkostlegt, loksins, þegar öll þessi óánægja með launamisréttið, verkaskiptinguna og þrælkunina á okk- ur fór að koma upp á yfirborðið. Auð- vitað vorum við óánægðar, það voru reiöar ungar konur sem voru að horfa um öxl." 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.