Vera - 01.02.2002, Qupperneq 71

Vera - 01.02.2002, Qupperneq 71
ISLENSK 0AA1 KNATTSPYRNA *vU I Arnar Gíslason og Guðni Rúnar Gíslason /* _ \ fýpiP; # Islensk knattspyrna Fyrir jólin kom út bókin Islensk knatt- spyrna eftir Viði Sigurðsson og er þetta sú 21. í röðinni. Flér er fjallað um allt það helsta sem gerðist á knattpyrnu- vellinum af mikilli nákvæmni og hlut- leysi höfundar. Itarleg tölfræðiúttekt ásamt miklum fjölda mynda, viðtala og öðrum fróðleik gefur góða mynd af knattspyrnuárinu 2001. Bókin er nokk- uð skemmtileg aflestrar og getur hvorutveggja nýst sem uppflettirit, til að fylgjast með gengi síns lið í gegnum tímabilið, eða til að athuga með ein- staka leikmenn; en auk þess má lesa bókina sem spennusögu spjaldanna á milli, þar sem lesandi er dreginn inn í stemningu hverrar umferðar fyrir sig. Athyglisvert er að bregða á sig kynja- gleraugunum við lestur bókarinnar. Víðir Sigurðsson Skjalborg Svo virðist sem karlar séu í þó nokkrum meirihluta knattspyrnuiðkenda. Arið 2001 luku lið frá 51 félagi keppni í meistaraflokki karla en aðeins þriðj- ungur af því, eða 17 félög, luku keppni í meistaraflokki kvenna. í yngri flokk- unum eru yfirleitt um helmingi fleiri karla- en kvennalið í hverjum flokki en þó er þetta jafnast í allra yngstu flokk- unum. Einkennilegt er að efstu deild í meistaraflokki, Símadeildinni, er gerð öllu betri skil í karla- en kvennaflokki. Umfjöllunin hjá körlunum spannar 46 síður, en konurnar eru afgreiddar á 10 siöum. Að vísu eru liðin 10 hjá körlun- um en 8 hjá konunum og því eru leikn- ar fleiri umferðir hjá körlunum, en það útskýrir þetta ekki að fullu. Helsta skýr- ingin er sú að umfjöllun um efstu deild kvenna er á svipuðu formi og umfjöll- un um næstefstu deild karla. Ekki er verið að spandera litasíðum eða tveggja heilsíðna umfjöllun um hvert lið deildarinnar í konurnar eins og í karlana, auk þess sem hver umferð er afgreidd á minna rými en i umfjöllun um efstu deild karla. Ef til vill er þessi ofuráhersla á Símadeild karla tilkomin vegna væntinga höfundar og/eða út- gefanda um lesendahópinn. Hugsanlega er búist við að bókin lendi aðallega í jólapökkum ungra knattspyrnudrengja og til að slíkur pakki verði framvegis á óskalistanum þá sé talið að bókin megi ekki snúast of mikið um einhverjar konur í fótbolta. En spurning er hvað ungum knatt- pyrnudömum þykji um pakkann. Ætli þær séu sáttar við hvernig farið er með þeirra fyrirmyndir?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.