Vera - 01.02.2002, Side 72

Vera - 01.02.2002, Side 72
Bréf frá Ameríku Æ, mér datt þetta bara svona í hug! Mér er sem ég heyri nær öldruð rekur sitt angur sú fyrrum var mörgum blíð, og óleiðar minningar endurvekur um æskunnar hjáliðnu sælutíð. Ó elli - svo mælir hún - örg og Ijót, ég undrast að sönnu hvað því má valda, fyrst aðeins þú sýnir mér illskuhót, að ekki ég læt mína daga talda. Francois Villon, (þýding Jóns Helgasonar) Ég man enn þegar ég las þetta kvæði í fyrsta sinn fyrir mörgum, mörgum árum - „raunatölur gamallar léttlæt- iskonu" I París „um æskunnar hjáliðnu sælutíð". Ekki svo, að ég skildi þetta kvæði einhverjum dýpri skilningi, eða tæki það til mín á nokkurn hátt. Nei, síður en svo. En ég var á leið til Parísar. Lífsreynda léttlætiskonan hleypti galskap í hugmyndir mínar um stórborgina! Örvaði ímyndunaraflið. Elvað ég hlakkaði til. Ég var sjálf í blóma lífsins. Trúði því í hroka mínum og ungæðingsskap að bogalínur brjósta minna væru tímalausar. Ellin, hvað var það? Ég átti allt lífið framundan. Gat ekki einu sinni ímyndað mér ellina. - En öllu er afmörkuð stund. Svo stóð ég allt í einu þarna um daginn framan við spegil í stórverzlun. Var að máta kjól. Grænt neonljós helltist yfir mig, steyptist fram af enninu, út af nefið, niður eftir líkamanum, alla leið niður á gólf. Elver ein- asta hrukka í andlitinu, hver einasta felling á líkama mínum magnaðist í miskunnarlausri birtunni. Ég horfist í augu við sjálfa mig. Og viti menn, sprettur ekki fram léttlætiskonan frá París, rétt eins og við hefðum bara hist í gær. „ef á mig nakta mér verður litið, þá finnst mér ég næst því að missa vitið." Stóð hún ekki þarna glottandi og virti mig fyrir sér í speglinum. Nú gat hún loksins náð sér niðri á mér. Eftir öll þessi ár. Ég sleit utan af mér léttlætiskjólinn, tróð mér í gömlu lufsurnar og forðaði mér - undan sjálfri mér. Eitt augnablik langaöi mig alls ekki til að lifa leng- ur. Aktu beint á öskuhaugana, sagði ég við sjálfa mig. (Sem betur fer, vissi ég ekki hvar þá var að finna.) Svo leið þetta hjá, auðvitaö. Ég horfði í aðra spegla og keypti aðra kjóla. Speglar fara nefnilega misjöfnum höndum um mannveruna. Sumir eru kaldranalegir og draga ekkert undan. Aðrir láta vel að manni, eru mildir í dómum og gefa manni kjark til að halda áfram að horfast í augu við tilveruna. Og í rauninni skiptir engu máli hvernig við litum út, heldur hvernig við höldum að við lítum út! (Elafið þið tekið eftir því?) Þegar ég svipast til allra átta í heiminum, sé ég ekki betur en að karlmenn á minum aldri séu í blóma lífsins. Það þarf ekki einu sinni að fara út fyrir borgarmörkin hér í Washington, nánustu samstarfsmenn forsetans, Freidan Cheney Colin Powell, Rumsfield, Cheney. Allir eru þessir gæjar komnir á sjötugsaldur, láta þó engan bilbug á sér finna. Fullkomlega samkeppnisfærir, hvernig sem á þá er litið, vitsmunalega, stjórnmálalega og kynferðislega (sem ekki skiptir sízt máli). Ef ég svipast um í kvikmyndaheiminum, sé ég eitthvað svipað. Jaek Nicholson, Robert Redford, Gene Elackman. Allt stórstjörnur, öldungar, vantar örfá ár i áttunda tuginn - en vaða enn i kvenfólki - þrjátíu árum yngra, vitaskuld. Það er engu líkara en að karl- mönnum vaxi kyntöfrar með aldrinum, verði eftirsókn- arverðari elskhugar - alla vega á skerminum! (þó að ég efist um það í raunveruleikanum.) Konur, hins vegar, detta út af markaðnum þegar þær eru komnar á þennan aldur (þ.e.a.s. minn aldur). - Löngu fyrr, reyndar. - Þó svo að þær haldi sér í góðu formi og líti út fyrir að vera miklu yngri en þær eru. Þær eru ekki gjaldgengar á vinnumarkaðnum. (Bitur reynsla margra kvenna.) Þær eru ekki gjaldgengar félagslega eða stjórnmálalega, (nema þá sem sjálfboðaliðar í kökubakstri fyrir kosningar). Og kynferðislega eru þær fullkomlega afskrifaðar. Komnar í ömmuhlutverkin og eiga að hegða sér samkvæmt því, og klæða sig sam- kvæmt því. Kvikmyndirnar staðfesta þetta heldur betur. Kona er einskis virði nema hún sé ung. Þarf ekki einu sinni að vera falleg. Elent á ruslahauga Elollywoodborg- ar um leið og hún kemur til vits og ára. í mesta lagi að hún fái hlutverk sem amma eða mamma einhvers. Glen Close t.d. var fjörutíu og þriggja ára, þegar hún lék móður Hamlets í samnefndri mynd. Mel Gibson í aðal- hlutverki var aðeins ellefu árum yngri en hún. Anne Bancroft var þrjátíu og sex ára þegar hún lék á móti Dustin Hoffman, þrítugum í The Graduate, en var sögð tvisvar sinnum eldri en hann. Og svona mætti eflaust lengi telja. Þegar karlmenn eru í þann mund að ganga inn á sviðið, eru konurnar á leiðinni út. Er það nokkur furða þó að konur vilji halda sér unglegum eins lengi og kostur er? Þær vilja vera með. Þær vilja halda áfram að taka þátt í uppfærslum þjóðfélagsins. Vilja halda áfram að vera eftirsóknarverðar, spennandi í augum karl- mannsins. (Það má bæta þvi hér inn í að ég innritaðist í spænskudeild háskóla hér í borg um daginn og laug til um aldur. Dró tíu ár frá! Svo er að vita, hvort það breyt- ir nokkru!) Á seinasta ári kom út ævisaga Betty Friedan, LIFE SO

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.