Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 73

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 73
Redford Powell FAR (Líf mitt hingað til). Fædd árið 1913. En titillinn seg- ir allt sem segja þarf um skapgerð þeirrar konu. Ekki al- deilis á förum, ekkert að gefast upp. Betty horfir fram á veginn. Flún er ein þekktasta baráttukona fyrir rnann- réttindum í Bandaríkjunum, höfundur „The Feminine Mystigue", sem er enn metsölubók. Betty býr reyndar hér í nágrenni við okkur. Eg rekst stundum á hana I mat- arbúðinni eða á veitingastöðum hverfisins. Flún lætur alltaf leigubílinn bíða á meðan hún sinnir erindum. Sit- ur ein við borð, fjarlæg og alvörugefin. Flefur ábúðar- mikið andlit, stór augu, þykkt axlarsítt hár. Klæðist síð- um pislum og alltaf með barðastóran hatt á höfðinu. Til- komumikil. Sker sig úr I mannhafinu. Betty er auðvitað ein af þessum konum sem er hafin upp yfir hversdags- legan mælikvarða á fólk. Flún þarf ekkert að sanna sig lengur. Þarf ekki að ganga I augun á einum né neinum. Getur gefið öllum langt nef. Og líklega spyr hún sig enn þessarar sígildu spurningar: Hvað ætlarðu að verða þeg- ar þú ert orðin stór, Betty? Sagði hún ekki: „Life so far"? Reyndar hef ég kynnst mörgum mjög sérstæðum konum hér I Washington. Konum á svipuöum aldri og Betty, konum sem standa utan við ramma hins mann- lega lífs, hlýta ekki sömu lögmálum og við hinar sem á eftir komum. Þær láta sig hvergi vanta, klæðast kjólum frá millistríðsárunum, skarta Tiffanynælu I barminum og gervihári í hnakkanum. Eiga það sameiginlegt að hafa næg auraráö. Erfðu fúlgur eftir fyrrverandi eigin- menn. (Konur lifa svo lengi). Hættar að hugsa um kynlíf. I því felst frelsi þeirra. (Karlmaður I þeirra augum er eins konar stuðpúði. Ekur bílnum þeirra, leiðir þær um and- dyri leikhúsa, heldur á glasinu, á meðan þær heilsa á báða bóga og sækir loðkápuna í lok sýningar). Mér sýn- ast þessar konur skemmta sér alveg hrikalega vel. Njóta lifsins I botn. Allar á þönum. Ein þeirra er að gefa út bók um líkamsrækt, önnur skrifar vikulega pistla I Florida Weekly, sú þriðja stundar fasteignasölu, sú fjórða er myndhöggvari sem reyndar skrifaði ævisögu hundsins síns líka. Þær þekkja alla, eru alls staðar ómissandi. Þeg- ar ég lit til þessara kvenna þá sé ég að þaö er ástæðu- laust að láta aldurinn hrella sig. Þó að ég sé á útleið núna, þá get ég alltaf innritast aftur - eins og þær. Og gefið öllum langt nef! Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars gefur sér- stakt tilefni til að leggja áherslu á framlag kvenna á vinnumarkaði til framþróunar og hagsældar i sam- félaginu. Um leið er mikilvægt að benda á kynjamisréttið sem enn viðgengst og árétta kröfuna um launajafnrétti á vinnumarkaði og nauðsynlegar úrbætur á starfsskilyrðum kvenna og launafólks almennt. Aukning þjóðartekna og efnahagslegar framfarir á Islandi síðustu áratugi verður ekki skýrð nema með útrás kvenna á vinnumarkaðinn síð- ustu áratugi og mikilvægu framlagi þeirra á öllum sviðum atvinnulífsins. Hvergi í Evrópu er jafn stórt hlutfall kvenna á vinnumarkaði og hvergi skiptir framlag kvenna jafn miklu fyrir þjóðarhag. Virk þátttaka íslenskra kvenna á vinnu- markaöi hefur skipað íslandi í röð ríkustu þjóða heims. Framlag kvenna á vinnumarkaði er jafnframt forsenda fyr- ir áframhaldandi sókn og framtíðarvelferð íslensku þjóðar- innar. Margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni á síðustu árum og áratugum. Mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið er óumdeilt. Og konur hafa sótt fram á stöðugt fleiri sviðum samfélagsins, með aukinni menntun og úti á vinnumarkaðinum. Þrátt fyrir mikilvæga sigra eru mörg mikilvæg verkefni enn óleyst. Kynbundið launamisrétti er einkenni á íslenskum vinnumarkaði. Konur njóta mun lak- ari kjara en karlar, þar sem verulegur hluti launamunarins verður eingöngu skýrður með misrétti kynjanna óháð fé- lagslegum þáttum eins og ólíku vinnuframlagi, mismunandi verðmæti vinnunnar og öðrum ástæöum. Launamisrétti kynjanna er svartur blettur á íslensku samfélagi sem verður að uppræta. Það er krafa um grund- vallarmannréttindi. Jafnréttislögin eru mikilvægt verkfæri í þessari baráttu. Þau setja skýr markmið um launajafnrétti. Þar er jafnframt að finna tæki í baráttunni gegn launamis- rétti og kynjamisrétti á vinnumarkaði almennt. Fylgja verð- ur fast efir skyldu fyrirtækja til að gera jafnréttisáætlanir og síðan að þeim sé hrint í framkvæmd. Langur vinnutimi og óhóflegt álag er annað einkenni á vinnumarkaði og ís- lensku samfélagi. Tvöfalt hlutverk og skyldur, á vinnumark- aði og heimili, skapa oft andlegt og likamlegt álag sem ekki er ásættanlegt. Þar við bætist að rannsóknir sýna að mörg störf á vinnumarkaði sem einkum eru bundin við konur fela í sér sérstaka áhættuþætti varðandi starfsskilyrði og að- búnað á vinnustað. Krefjast verður þess að vinnan og starfsumhverfi kvenna jafnt og karla uppfylli kröfur um góðan aðbúnað og vinnuvernd. Einnig verður að vinna að því að samfélagsleg skipulagning vinnunnar, úti á vinnumarkaðinum og inni á heimilunum, taki mið að kröfunni um jafnan rétt og jafna möguleika kynjanna. Þau skilyrði og umhverfi sem samfé- lagið býr fjölskyldunni, foreldrum og börnum þeirra, skipt- ir miklu fyrir velferð þeirra og jafnréttisbaráttuna. Fjár- hagslegur stuðningur við barnafjölskyldur, öruggt húsnæði, næg og góð dagvistun og heilsdagsskóli eru allt þættir sem skipta miklu fyrir jafnréttisbaráttuna. Jafnréttisbaráttan hefur skilað mikilvægum áföngum en það er enn mikið verk að vinna. Samstaðan mun skila árangri. Baráttukveðjur, Með kveðju frá Washington Bryndís Alþýöusamband islands - BSRB - Jafnréttisstofa Kvenréttindafélag islands - Reykjavikurborg - SÍB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.