Vera - 01.08.2002, Side 61

Vera - 01.08.2002, Side 61
Stebba: Eitt sem hefur breyst mikið síðustu árin eru samgöngumál. Hór var Oddsskarð ekki opið svo dög- um skipti og allar vörur komu sjóleiðis. Olína: Við fengum Moggann frá þriðjudegi til sunnu- dags í einum bunka. Stebba: Það er mikill munur á þessu núna, ekki endi- lega með tilkomu jarðganga heldur er vegunum bara haldið opnum. Við sameiningu sveitarfélaga vinnur fólk í auknum mæli í næsta bæ. Finnst ykkur konur á lcmdsbyggðinni hafa minni tækifæri í atvinnulífinu en menn? Olína: Við Stebba erum sjómannskonur... Stebba: ...sem gerir okkur að framkvæmdastjórum heimilisins sem hafa alla ábyrgðina oft á tíðum. En að eiga góða foreldra og tengdaforeldra hefur verið lykillinn að því að ég hef fengið að njóta mín. Ég færi ekki út og suður í blakferðir sem sjómannskona nema ég hefði þetta. En er þá ekki erfitt að fá karlinn svo í land og vera allt í einu tvö við stjórnvölinn? Stebba: Nei, ekki endilega. f góðu hjónabandi ræðir fólk hlutina. Strákarnir taka við matargerð og þrifum þegar þeir koma í land en eru ekkert að púla endi- lega. Þeir taka ekki við ábyrgðinni heldur eru bara með. Olína: Það er kannski helst að það verði ruglingur þar sem við erum vanar að láta ábyrgðina yfir á þá, svo kemur maður heim og upp- götvar að hvorugt hefur látið börnin læra heima. Eg er vön að gera allt ein og held að hann hafi tekið yfir. Stebba: Konur úti á landi hafa kannski ekki aðgang að þessum mörgu störfum og það getur ver- ið heilmikil barátta. Það er hugsanlega minna um að báðir aðilar sóu í miklu framapoti og mikið af sjómannskonum eru því ekki í stjórnunarstöðum. Það er erfitt að taka að sér stjórnun og sjá um heimilið um leið. Hrönn: Það er minna hér um störf sem krefjast mikillar menntunar. Slík störf skapast í kringum þjónustu en reyndar eru fyrirtæki eins og Kaupþing farin að opna hórna með til- komu Netsins. Stebba: Talandi um Netið, sí- menntun og fjarnám sem fer í gegnum það er frábært fyrir landsbyggðarfólk og breyting- arnar eru eiginlega meiri fyrir konur. Stebba, sjómannskona í Neskaupstað. Ólína, sjómannskona og háskólanemi á Akureyri. Hrönn, rekstrarfræðingur og fyrrum sjókona í Neskaupstað. Smábrauðin sem krydda tilveruna - nýjar og spennandi bragðtegundir hvítlaukur... cheddarostur Nýbakaö brauö þegar þér hentar

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.