Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 61

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 61
Stebba: Eitt sem hefur breyst mikið síðustu árin eru samgöngumál. Hór var Oddsskarð ekki opið svo dög- um skipti og allar vörur komu sjóleiðis. Olína: Við fengum Moggann frá þriðjudegi til sunnu- dags í einum bunka. Stebba: Það er mikill munur á þessu núna, ekki endi- lega með tilkomu jarðganga heldur er vegunum bara haldið opnum. Við sameiningu sveitarfélaga vinnur fólk í auknum mæli í næsta bæ. Finnst ykkur konur á lcmdsbyggðinni hafa minni tækifæri í atvinnulífinu en menn? Olína: Við Stebba erum sjómannskonur... Stebba: ...sem gerir okkur að framkvæmdastjórum heimilisins sem hafa alla ábyrgðina oft á tíðum. En að eiga góða foreldra og tengdaforeldra hefur verið lykillinn að því að ég hef fengið að njóta mín. Ég færi ekki út og suður í blakferðir sem sjómannskona nema ég hefði þetta. En er þá ekki erfitt að fá karlinn svo í land og vera allt í einu tvö við stjórnvölinn? Stebba: Nei, ekki endilega. f góðu hjónabandi ræðir fólk hlutina. Strákarnir taka við matargerð og þrifum þegar þeir koma í land en eru ekkert að púla endi- lega. Þeir taka ekki við ábyrgðinni heldur eru bara með. Olína: Það er kannski helst að það verði ruglingur þar sem við erum vanar að láta ábyrgðina yfir á þá, svo kemur maður heim og upp- götvar að hvorugt hefur látið börnin læra heima. Eg er vön að gera allt ein og held að hann hafi tekið yfir. Stebba: Konur úti á landi hafa kannski ekki aðgang að þessum mörgu störfum og það getur ver- ið heilmikil barátta. Það er hugsanlega minna um að báðir aðilar sóu í miklu framapoti og mikið af sjómannskonum eru því ekki í stjórnunarstöðum. Það er erfitt að taka að sér stjórnun og sjá um heimilið um leið. Hrönn: Það er minna hér um störf sem krefjast mikillar menntunar. Slík störf skapast í kringum þjónustu en reyndar eru fyrirtæki eins og Kaupþing farin að opna hórna með til- komu Netsins. Stebba: Talandi um Netið, sí- menntun og fjarnám sem fer í gegnum það er frábært fyrir landsbyggðarfólk og breyting- arnar eru eiginlega meiri fyrir konur. Stebba, sjómannskona í Neskaupstað. Ólína, sjómannskona og háskólanemi á Akureyri. Hrönn, rekstrarfræðingur og fyrrum sjókona í Neskaupstað. Smábrauðin sem krydda tilveruna - nýjar og spennandi bragðtegundir hvítlaukur... cheddarostur Nýbakaö brauö þegar þér hentar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.