Vera


Vera - 01.10.2003, Side 69

Vera - 01.10.2003, Side 69
Monnkyns- og listfræði með femfnískum gleraugum DA VINCI LYKILLINN Dan Brown. Ásta S. Guðbjartsdóttir þýddi. Bjartur, 2003 Allir elska samsæriskenningar, segir prófess- orinn Robert Langdon í hinum umtalaða Da Vinci lykli sem nýverið kom út á íslensku. Og það er víst, og það veit höfundurinn Dan Brown líka; í það minnsta er það forsenda þess að bókmenntategundin „reyfari" gangi upp, rétt eins og að ævin- týramynd þarf á sínum vondu köllum að halda. Einn daginn verður fólk þó þreytt á Indiana Jones, hefur ekki tíma fyrir afþreyingu sem engu ögrar eða bætir við í heilabúið. Það er einhver auka-galdur sem Da Vinci lykillinn hefur sem gerir það að verkum að lestur á henni virðist jafnvel afsaka nemendur sem mæta of seint í tíma, virtir bókarýnendur fullyrða að í henni felist efniviður í margar doktorsritgerðir o.s.frv. „Skyldulesning" læturfólkjafnvel hafa eftir sér-og það ætla ég að gera hér, með ákveðnum fyrirvara þó því ævintýrið hleypur vitanlega með fólk í gönur og ekki viljum við að börnin okkar stökkvi útum glugga með hatt á höfði þó þau hafi lesið æðislegan kafla í Harry Potter. Margur hefur fótum troðið helgisögnina um kaleikinn sem Jesú á að hafa byrlað lærlingunum blóð sitt í á skírdag og hefur leitin að þeirri sögusögn verið eitt lífseigasta yrkisefni sem um getur. Og þó Da Vinci lykillinn sé fjarlægt tilbrigði við stef á þeim nótum þá er það að mínu mati fyrst og fremst listilegur dulbúningur fyrir hraðnámskeið í mann- kyns- og listfræðum með femínískum gleraugum. Vandinn við bókina er sá að sökum framúrskarandi framsetningar á „nýjum" staðreyndum, verður lesandinn svo opinmynntur að nánast öllu sem bókin setur fram er trúað sem nýju neti. Sagnfræðiblærinn Ijær sögunni töfraljóma svo lesandinn getur varla lagt frá sér bókina; hann er við það að kom- ast að einhverju algjörlega nýju í mannkynssögunni! (Og vissulega lærist margt, sé viðkomandi ekki þess útlærðari i málefnum gyðjunnar og guðdómsins.) Ég verð þó að viðurkenna að eina lexíu lærði ég öðr- um fremur við lestur bókarinnar; mikið getur maður látið leiða sig áfram ef efniviðurinn er réttur; maður lætur jafnvel endurtekningasam- an, þurran og beinlínis forheimskandi texta sem ferskan sumarþyt um augun fljóta því mann langar svo að leyndarmálið komist upp! Hvaða leyndarmál? Er þetta sögulegt afrek? Bókmenntir á heims- mælikvarða? Jah, hversvegna les maður bækur? Sumar bækur opna manni heima, nýjar víddir ímyndunar og skynjunar. Hversvegna er t.d. Hundrað ára einsemd einhverskonar hvirfilbylur á endanum sem víkk- ar heiminn og opnar á þér hvirfilinn? Hvað er það við Meistarann og Margarítu sem víkkar sýn manns á kristindóminn? Ekki eru þetta spennusögur í likingu við Da Vinci lykilinn - og hafa allt öðruvísi áhrif; aftur á móti er í þeirri bók rótað upp i mannkynssögunni sem við höld- um okkur þekkja og þar með þeirri sýn sem margur hefur á heiminn - á kirkjuna, trúarbrögðin, listina. Á karllægan heim þar sem hin mikla gyðja hefur lúrt undir, ofsótt á stundum en upphafin líka - þegar að er gáð. Móðir Náttúra allra lista birtist til að mynda í þessari bók í hlutverki Maríu Magdalenu sem, nota bene, kapella nokkur í Frakklandi tilkynnti fyrir löngu að hvíldi í skauti sínu. Og sorrý, krossferðirnar voru bissness þá eins og nú og kaleikurinn uppspuni munka til réttlætingar. Ekkert Roslin Plantard Saint-Clair kjaftæði, plís. En vel að verki staðið. Leikmannaskóli \ Þjóðkir-kjunnar Hin vinsælu sjálfstyrkingarnámskeið • Konur eru konum bestar i janúar Kennari er séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir • Konur eru konum bestar II ífebrúar Kennari er séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Nánari upplýsingar hjá Leikmannaskóla kirkjunnar sími 535 1500 eða á vef skólans, www.kirkjan.is/leikmannaskoli £F w, Eiriar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 • Símar: 520 7901 & 520 7900 • www.ef.is EXPRESSO - CAPPUCCINO kaffivélarnar mala og laga alla vin- sælustu kaffidrykkina á augabragöi eins og á bestu kaffihúsum. Úrval fylgihluta SUPER IDEA vera / 5-6. tbl. / 2003 / 69 Arnoldur Móni Finnsson

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.