Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 69

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 69
Monnkyns- og listfræði með femfnískum gleraugum DA VINCI LYKILLINN Dan Brown. Ásta S. Guðbjartsdóttir þýddi. Bjartur, 2003 Allir elska samsæriskenningar, segir prófess- orinn Robert Langdon í hinum umtalaða Da Vinci lykli sem nýverið kom út á íslensku. Og það er víst, og það veit höfundurinn Dan Brown líka; í það minnsta er það forsenda þess að bókmenntategundin „reyfari" gangi upp, rétt eins og að ævin- týramynd þarf á sínum vondu köllum að halda. Einn daginn verður fólk þó þreytt á Indiana Jones, hefur ekki tíma fyrir afþreyingu sem engu ögrar eða bætir við í heilabúið. Það er einhver auka-galdur sem Da Vinci lykillinn hefur sem gerir það að verkum að lestur á henni virðist jafnvel afsaka nemendur sem mæta of seint í tíma, virtir bókarýnendur fullyrða að í henni felist efniviður í margar doktorsritgerðir o.s.frv. „Skyldulesning" læturfólkjafnvel hafa eftir sér-og það ætla ég að gera hér, með ákveðnum fyrirvara þó því ævintýrið hleypur vitanlega með fólk í gönur og ekki viljum við að börnin okkar stökkvi útum glugga með hatt á höfði þó þau hafi lesið æðislegan kafla í Harry Potter. Margur hefur fótum troðið helgisögnina um kaleikinn sem Jesú á að hafa byrlað lærlingunum blóð sitt í á skírdag og hefur leitin að þeirri sögusögn verið eitt lífseigasta yrkisefni sem um getur. Og þó Da Vinci lykillinn sé fjarlægt tilbrigði við stef á þeim nótum þá er það að mínu mati fyrst og fremst listilegur dulbúningur fyrir hraðnámskeið í mann- kyns- og listfræðum með femínískum gleraugum. Vandinn við bókina er sá að sökum framúrskarandi framsetningar á „nýjum" staðreyndum, verður lesandinn svo opinmynntur að nánast öllu sem bókin setur fram er trúað sem nýju neti. Sagnfræðiblærinn Ijær sögunni töfraljóma svo lesandinn getur varla lagt frá sér bókina; hann er við það að kom- ast að einhverju algjörlega nýju í mannkynssögunni! (Og vissulega lærist margt, sé viðkomandi ekki þess útlærðari i málefnum gyðjunnar og guðdómsins.) Ég verð þó að viðurkenna að eina lexíu lærði ég öðr- um fremur við lestur bókarinnar; mikið getur maður látið leiða sig áfram ef efniviðurinn er réttur; maður lætur jafnvel endurtekningasam- an, þurran og beinlínis forheimskandi texta sem ferskan sumarþyt um augun fljóta því mann langar svo að leyndarmálið komist upp! Hvaða leyndarmál? Er þetta sögulegt afrek? Bókmenntir á heims- mælikvarða? Jah, hversvegna les maður bækur? Sumar bækur opna manni heima, nýjar víddir ímyndunar og skynjunar. Hversvegna er t.d. Hundrað ára einsemd einhverskonar hvirfilbylur á endanum sem víkk- ar heiminn og opnar á þér hvirfilinn? Hvað er það við Meistarann og Margarítu sem víkkar sýn manns á kristindóminn? Ekki eru þetta spennusögur í likingu við Da Vinci lykilinn - og hafa allt öðruvísi áhrif; aftur á móti er í þeirri bók rótað upp i mannkynssögunni sem við höld- um okkur þekkja og þar með þeirri sýn sem margur hefur á heiminn - á kirkjuna, trúarbrögðin, listina. Á karllægan heim þar sem hin mikla gyðja hefur lúrt undir, ofsótt á stundum en upphafin líka - þegar að er gáð. Móðir Náttúra allra lista birtist til að mynda í þessari bók í hlutverki Maríu Magdalenu sem, nota bene, kapella nokkur í Frakklandi tilkynnti fyrir löngu að hvíldi í skauti sínu. Og sorrý, krossferðirnar voru bissness þá eins og nú og kaleikurinn uppspuni munka til réttlætingar. Ekkert Roslin Plantard Saint-Clair kjaftæði, plís. En vel að verki staðið. Leikmannaskóli \ Þjóðkir-kjunnar Hin vinsælu sjálfstyrkingarnámskeið • Konur eru konum bestar i janúar Kennari er séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir • Konur eru konum bestar II ífebrúar Kennari er séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Nánari upplýsingar hjá Leikmannaskóla kirkjunnar sími 535 1500 eða á vef skólans, www.kirkjan.is/leikmannaskoli £F w, Eiriar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 • Símar: 520 7901 & 520 7900 • www.ef.is EXPRESSO - CAPPUCCINO kaffivélarnar mala og laga alla vin- sælustu kaffidrykkina á augabragöi eins og á bestu kaffihúsum. Úrval fylgihluta SUPER IDEA vera / 5-6. tbl. / 2003 / 69 Arnoldur Móni Finnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.