Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 29
Walther Rathenau.
Blaðalesendur munu minnast þess, að Walther Rat-
henau, utanrikisráðherra Rjóðverja, var myrtnr á
götu i Berlin í júní 1922. Morðingjarnir komust und-
an, en alt lögreglulið Pýzkalands var á hælunum á
þeim i heilan mánuð og loks skutu þeir sig báðir i
gamalli kastalabyggingu í Halle, þar sem þeir höfðn
leitað hæiis, er ekkert undanfæri gafst.
Rathenau var einn af frægustu Pjóðverjum vorra
tíma fyrir afskifti sín af oþinberum málum og einkum
fyrir rit sín, er flest eru heimspekilegs efnis. Naut
hann mjög trausts þýzku þjóðarinnar siðustu árin og
framkoma hans á Genúa-ráðstefnunni og samningar
við Frakka um skaðabótamálið þóttu takast vel.
Hann var Gyðingaættar, fæddur 1867, og var faðir
hans stofnandi og forstjóri hins mikla þýzka iðnað-
arfyrirtækis »almenna rafmagnsfélagsins« (Allgemeine
Elektrizitátsgesellschaft), er hafði í þjónustu sinni
marga tugi þúsunda verkamanna og var eitt af öfl-
ugustu iðnaðarfyrirtækjum Pjóðverja, svo að Hugo
Stinnes (sbr. almanakið 1923) einn stóð honum á sporði.
Hann fékk ágætt uppeldi við ýmsa þýzka háskóla,
samdi doktorsritgerð um eðli málma (wLichtabsorption
der Metalle«), lagði mikla stund á heimspeki og var
viðriðinn ýms stórfyrirtæki eins og stórbankann
Berliner Handelsgesellschaft, er hann að ýmsu leyti
kom í betra lag en verið hafði. Hann var víðsýnn
hugsjónamaður, óeigingjarn og ósérhliflnn og kanzl-
aranum þýzka von Bulow lék því hugur á að fá hann
í þjónustu utanríkisstjórnarinnar þýzku. Að hans
undirlagi tókst hann á hendur 1907 för til nýlendu
Þjóðverja í Austur-Afríku ásamt ráðherranum Dern-
burg og var aðalmarkmið ferðarinnar að koma á um-
bótum i nýlendustjórn Pjóðverja. En hirðmönnum Vil-
(27) 3*