Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 86
Stjórn, sem þrælkar lýð og lönd,
Loka kaupir á sig bönd;1)
harðsnúin að hennar kverk
heljar snara rennur sterk.
Óvitur, sem aldrei sá,
eiginbragði fellur á.
Hrokafullum hætt er þrjót,
hann að falli á sitt spjót.
Ef að sköpum allt nú fer,
einhver leik á borði sér,
fyrr en allt úr okkar þjóð
út er runnið frelsisbloð.
Allir dagar eiga kvöld,
eins um Dana fer nú völd;
þeirra hroka- heimsku stjórn
helvitis mun kjörin fórn.
2. Sira Sigurður Thorarensení Hraungerði, faðir sira
Gisla skálds i Felli, þokti heldur svinnur maður á fé.
Málaferli urðu með honum og kaupmanni þeim á Eyr-
arbakka, er Duus hét, og kom til af timbri, sem sira Sig-
urður hafði keypt. Um þetta orkti Bjarni Thorarensen,
bræðrungur og mágur síra Sigurðar (Lbs. 1151, 8vo.):
Við Bakkann neðra býsna fast
í boðaskellum hlunkar,
hið efra við það öldukast
í Ingólfsfjalli dunkar.
Öll í Flóanum hristast hús,
herfllega þá geltir Duus,
en sira Siggi krunkar.
3. Sagnir um síra Hallgrím Thorlacius í Miklagarði.
Sira Hallgrímur var sonur síra Einars Jónssonar í
1) »Loki var síðast bundinn með gðrnum sinna eiginsona«, hdr.
(84)