Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 41
barst skjótt til skólanna, einnig ungra skólasveina,
eins og Metchnikoffs og félaga hans. Pegar hann
var um ferming aö aldri, las hann hina frægu
menningarsðgu eftir Buckle; rótfesti sú bók þá skoð-
un í Metchnikoff, aö allar framfarir mannkynsins
væru bundnar viö vísindin. Pessi skoðun hans varö
því sterkari, sem hann varð eldri, svo að nálega
varð honum trú í guðrækilegum skilningi orðsins.
Um líkt leyti kastaði Metchnikoff trú þeirri, er hann
hafði haft eða verið látinn hafa, og boðaði trúleysi
með skólabræðrum sínum af svo miklum móði, að
hann var þá að viðurnefni kallaður »hinn guðlausi.«
í latinuskólanum varði Metchnikoff mestum tima
sínum til lestrar bóka um náttúrvísindi, trúarbrögö
og heimspeki, en samt stundaði hann nám sitt svo vel
þar, að hann var útskrifaður til háskólans með hæsta
heiðri. Um það bil sem Metchnikoff kom í skólann,
var það, að hann las bók Darwíns, »Um uppruna veru-
tegunda», sem hann hafði náð í á ferðalagi til Þýzka-
lands. Skemmst er af að segja, að hann varð heillaður
af þessari bók og taldi hana síðar hafa haft meiri áhrif
á athafnir sínar en nokkura aðra bók, sem hann
hefði lesið. Ákvað hann þá þegar að leggja stund
á náttúruvisindi. Sá var þó hængur á, að háskólinn
í Charkow var ekki svo fullkominn i þessum greinum,
að veitt gæti Metchnikoff þá fræðslu, setn æskti.
Metchnikoff tók því í snatri hin lægri háskólastig
og hélt siðan til Pýzkalands og stundaði nám við
ýmsa háskóla þar og eins á Ítalíu og víðar. Á þess-
um árum gerði Metchnikoff ýmsar athuganir um
hin lægt i dýr, er merkar þóttu og haldið vará lopti.
Og er hann kom til Rússlands aftur, varð hann dó-
zent í náttúruvísindum við háskólann í Odessa, og þó
ekki lengi, þvi að brátt fekk hann stöðu við háskól-
ann í Pétursborg. Bjóst hann þar við betri tækjum
og meira næði, en sú von brást. Par var engin rann-
sóknastofa, er hann gæti unnið í; mestur timinn fór
(39)