Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 77
sem inn voru flutlir, voru snjóhvítir á vetrum, en
smám saman hafa þeir oröið bláleitari að lit, svo að
nú sést ekki lengur hvítur héri þar í eyjunum. Um
þyngdina er það staðhæft, að hérar nú í Færeyjum
séu einu pundi léttari að meðaltali en fyrstu hérarn-
ir. Ymissa skýringa heflr verið leitað á þessum fyrir-
^brigðum. Sumir ætla, að litbreytingin sé bundin við
landslagsliti. Snjóalítið er í Færeyjum, og er því dekkri
lttur á vetrum hentugri varnarlitur en hvítur. Aðrir
Hítla, að hviti liturinn sé bundinn við kuldann og
rekja lil þess dæmi um önnur dýr; í Noregi er kald-
ara á vetrum en Færeyjum. Um þyngdina þykjast
menn hafa reynslu fj'rir því, að dýr, sem einangruð
eru í eyjum, smækki og léttist með tímanum; dæmi
þessa er nelnt hestategundir í Færej’jum, Hjaltlandi,
íslandi og víðar.
4. Hœgri höndin. Eins og kunnugt er, nota flestir
menn hægri höndina meira en hina vinstri. Fetta hefir
leitt ti! rannsókna fræðimanna sumpart í þá átt að
vita, af hverju þetta stafaði, sumpart, hvort sama
hafi átt sér stað frá alda öðli. Um hið fyrra hafa
inenn leitt það í ljós, að blóðið rennur hraðara til
hægra handleggsins en vinstra og að blóðið á lengri
leið frá hjartanu til vinstra handleggs en hægra. Loks
er það fært til, að vinstri höndin hafi frá alda öðli
verið mönnum ti! varnar hjartanu eins og skjöldur.
Þar á móti hallast fræðimenn að því, að þvi lengra
sem dregur aftur í tímann, því minni munur sé notk-
unar hægri og vinstri handar hjá mannkyninu, enda
sé jafnvel sú enn reglan um fábjána. Aðallega styðst
þetta við rannsóknir á öpum, sem sýnt hafa, að þeir eru
jafnvígir á hvora hönd sem er. Af þessu ráða menn
það, að hægri höndin hafi orðið mönnum tamari,
er þeir hættu að nota hendurnar til þess að hreyfa
kroppinn og eftir því sem þeir tóku að leggja stund
á vinnu.
5. Heijjabruni. Fyrr meir töldu menn, að það staf-
(75)