Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 31
tilverunni og öll sálarþroskun stefnir að ákveðnu
marki. Má raunar segja um þessar kenningar að þær
hafl áður verið bornar fram af ýmsum heimspeking-
um, eins og til dæmls af þýzka dulspekingnum Ecke-
hart meistara. En Rathenau varpaði ljósi nútíðar-
menningarinnar á þessar kenningar sínar og ritaði
um þýzkar listir og vísindi, trúmál, atvinnumál og
stjórnmál í sambandi við þær. Efnishyggjan var að
falli komin og hinar nýju kenningar lentu oft í öfg-
um, eins og hjá innsýnismálurum nútímans (express-
ionistum). Likt fór og um sum rit Rathenaus, að
þau þóttu óljós og öfgafull, en þau eru þó glöggur
spegill af vonum og óskum þýzku þjóðarinnar á
þessum erfiðu tímum. Á byltingatímum, eins og þeim
sem nú standa yfir, berast oft á banaspjótum brask-
aralýður og óeigingjarnir liugsjónamenn. Rathenau
var einn af þeim síðarnefndu og naut trausts helztu
manna þjóðarinnar, er honum var falið á hendur
að ráða fram úr mestu vandamálum Þýzkalands, en
er hann hafði nýhafið starf sitt, hitti hann skamm-
byssukúla og varpaði honum til jarðar.
A. J.
Jolin Maynard Keynes.
Keynes er einn af þeim mönnum, sem mest hefir
verið talað um í heiminum síðustu þrjú árin, en
frægð sína á hann að þakka litilli bók, sem hann
skrifaði urn hinar fjárhagslegu afleiðingar stríðsins
»The Economic Concequences of the War«. Er það
sjaldgæft að ein bók hafi gert höfund sinn jafnfræg-
an á svo skömmum tima.
Keynes er fæddur árið 1883 og las hagfræði við
háskólann í Cambridge og varð þar kennari 27 ára
gamall og skömmu síðar einnig ritstjóri tímaritsins
(29)