Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 30
hjálms 2. var í aöp við hann af því að hann var Gyðing-
ur og kröfðust þess, að hann léti skírast, ef hann ætti
að taka þátt i stjórnmálum þjóðverja. Vildi hann ei
verða við því og lifði hann því um mörg ár kyrlátu
lífi á búgarði sinum í útjaðri Berlínar og fékkst við
heimspekileg rit. Loks er stríðið skall á, var honum
falið að breyta öllum stóriðnaði Pýzkalands til fram-
leiðslu hernaðartækja og tókst honum á skömmum
tíma að ráða fram úr þessu mikla vandamáli (sbr.
rit hans »Die Organisation der Rohstoffversorgung«)
Um líkt leyti varð hann og eftirmaður föður síns,
forstjóri hins áðurnefnda stórfyrirtækis Allgemeine
Elektrizitatsgesellschaft. Varð Stinnes þá hættulegur
keppinautur hans, einkum er honum tókst að ná
valdi á öðru stærsta rafmagnsfyrirtæki Pjóðverja
Siemens Schuckert, en Rathenau tökst þá að fá 3
miljarða lán í Ameriku.
Rit Rathenaus eru mörg og merkileg og af sumum
þeirra eru til yfir 50 útgáfur. Merkust þeirra eru talin
»Zur Mechanik des Geistes,« er kom út 1913, og »Von
kommenden Dingen«1917. Hann var fjandmaður efnis-
hyggjunnar og benti á það í þessum ritum, hve lifn-
aðarhættir nútímans hafi skaðleg áhrif á sálarlífið,
einkum lifnaðarhættir stórborganna. Par eru allar
götur eins, allar byggingar eins; verkaskifting veldur
því, að hver verkamaður fæst aðeins við eitt ákveðið
starf, sem hann gengur að hugsunarlaust og hlýtur
þetta að hafa sljófgandi áhrif á sálarlífið. Stórborga-
líf miðar því að því að kæfa sjálfstæða þróun sálar-
lífsins, hver maður verður eins og hlekkur i keðju
og ffær ekki notið sín. Upp til sveita njóta menn
náttúrufegurðar og frumleiki mannssálarinnar þrosk-
ast þar betur. Innsýnisgáfa sálarinnar og eðlishvöt er
meira virði en þroskun skynseminnar einnar og því
krefst Rathenau þess (sbr. einnig rit hans »Reflex-
ionen« 1908 og »Zur Kritik der Zeit« 1912), að meiri
rækt sé lögð við sálarlífið. Alt er lögum bundið í
(28)