Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 42
í kennslu; sjónin skemmdist og heilsan bilaði. Hann
íagðist hættulega veikur, en fekk góða hjúkrun ungrar
■stúlku, er hann kvæntist síðan. En ekki tók þá betra
við; kona hans varð brjóstveik brátt eftir hjóna-
'bandið, og ágerðist það skjótt; sjálfur fekk hann ekki
notið sin til smásjárrannsókna sökum augnveiki. Átti
hann nú við hina mestu mæðu og hrein bágindi að
búa hin næstu ár. Varð hann að segja lausu embætti
•sínu og flytjast með konu sína suður á Madeira
■henni til heilsubótar. En það kom fyrir ekki; hún
andaðist þar. Gerðist MetchnikoíF nú mjög örvona
um hag sinn, svo að við sturlun lá; á heimleið til
Rússlands þá gérði hann jafnvel tilraun til að farga
sér, þótt misheppnaðist, sem betur fór. Eftir þetta
tók og að horfa vænlegar fyrir honum; jafnskjótt
sem hann kom til Rússlands aftur, varð hann pró-
fessor í dýrafræði við háskólann í Odessa og lagði
sig nú af alhuga að þessum störfum. Þá kynntist
hann síðari konu sinni, er þá var ung stúlka og lagði
stund á náttúruvísindi við háskólann í Odessa. Varð
það hjónaband farsælt, og hefir hún lýst honum og
störfum hans fagurlega í æviminningu um hann,
■eftir að hann var látinn. Eftir að Metchnikoff hafði
starfað um nokkur ár i háskólanum í Odessa og
notið mikilla vinsælda hinni yngri manna þar, tóku
erindi hans, er fram í sókti, að þykja viðsjárverð stjórn
háskólans þar, og er hann hafði boðað þar erinda-
flokk um hinar nýjustu kenningar í dýrafræði, um
■döfnun eða breytiþróun, krafðist forstöðumaður há-
skólans þess að fá jafnan að sjá fyrir fram erindi
þau, er hann flytti. Pessu neitaði Metchnikoff og
kaus heldur að hverfa frá embætti (1881). Steðjuðu
nú aftur að honum bágindi og erfiðleikar, samfara
svo mikilli hugarsturlan, að enn reyndi hann að
farga lífi sínu. I þetta sinn vildi hann þó, að nokk-
•uð gott leiddi af tilraun sinni, jafnframt því, að ekki
legðist þetta þungt á konu sína né ættfólk; hann
(40)