Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 81
óvæginn, svo að erfiðlegar veitti fyrir þá sök um
gengi og frama í lífinu en ella myndi. Gáfumaður
mikill var Sigurður og listamaður meiri og greina-
betri en aðrir íslendingar. Kunnastur er hann af mál-
verkum sínum, en hann var og skáldmæltur vel, með
þungri undiröldu táps og skaprikrar alvöru, en held-
ur er kveðskapur hans þó stirðlegur og leggst seint
frá tungu; leikrit samdi hann og. Islenzkur mjög í
huga og háttum var Sigurður og ættjarðarvinur mik-
ill; á það bendir kvæði það eftir hann, sem hér er
nú birt og lýsir manninum betur en löng lýsing. Sést
þar skýrt ættjarðarást skapríkra og traustra íslend-
inga, sem uppi eru um og eftir 1870, er lýsir sér í
Danahatri og kaldlyndi, og er hvort tveggja sprottið
af innra sviða af magnleysi hinnar íslenzku þjóö-
ar. Kvæðið er nefnt Aldahrollur eða Bersöglisrolla
(frumrit í Lbs. 565, 8vo). Kvæðið hefir nú orðið
sögulegt gildi, og á það ber mest að líta, og því er
það prentað hér, þótt nokkuð sé það stórort á köfl-
um. Höfundurinn nafngreinir sig ekki, heldur skrifar
undir kvæðið »einn Austanvéri«, en þó er það Sig-
urður.
I.
tsiands hrörnun allir sjá;
ei þess dylja nokkur má;
það eru mannleg þrælaverk
og þursaráð, í illu sterk;
en að hreyfa úldin sár
ódaun vekur, pest og fár,
eins og helvízk eiturglóð;
allra við það storknar blóð.
Stjórn í landi öfug er,
aular þverir bauka sér,
valdstjórn rotin, kirkju er kvöld,
klerka runnin smánaröld.
(79)
.