Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 79
bita hjá þeim af matnum, sem þeim er ætlaður. Má-
varnir sjást jafnvel gargandi utan við sjófuglabúrin í
dýragarðinum og reyna að krækja sér í bita hjá þess-
um bræðrum sínum, sem betur eru settir. F*»ð er
ekki gott að vita, hvernig fyrstu mávarnir hafa skýrt
öðrum mávum frá Lundúnadýrðinni né heidur krí-
unum, sera einnig hafa komið á eftir o# eru nálega
jafnmargar nú. En nú eru þessir fuglar orðnir fastir
þarna og eitt af því, sem sjónarvert er þar. Fjöldi
manna safnast að mavahópunum til þess að horfa á
þá og fóðra þá. Þeir eta með afergju bæði brauð og
kjöt og hvika ekki við að hrifsa síld úr iófa manna.
Peir eru aldrei áreittir, og við það eru þeir orðnir
svo tamir, að þeir fljúga um milli manna. Talsvert
margir menn lifa af því á vetrum að selja sild í
smápokum handa fuglunum, svo að auðsætt er það, að
það er ekkert smaræð', sem kastað er fyrir þá í fóðri.
8. Dóná og Rin Lengi hafa menn vitað það, að víða
ofan til við Doná hverfur vatn úr henni i jörð niður.
T. d. má sjá hjá Fridingen i Wflrtemberg vatnið fossa
niður i svelgi milli kletta í botni ártarvegarins. Fyrir
nokkurum árum tók sérstök nefnd vísindamanna að
hvötum landstjórnarinnar i Wúrtemberg upp rann-
sóknina, og lókst henni að ráða gatuna. Nefndin hellti
geysimiklu grænu litarefni í svelgina, þar sem vatnið
hvaif. Eftir átta daga bið kom loks græni liturinn
fram í ánni A»ch i Baden, smáá, sem rennur út í
Bodenvatn. Pað er þa svo, að Dóná, sem fellur út
í Svartahaf, á sér einnig kvísl, sem fellur i Boden-
vatn og Bín og þar með í Vesturhaf. En fund-
ur þessa neðanjaröarsambands heflr enn víðtæk-
ara gildi. Af þessu, hvað græni liturinn kom seint
fram i Aach, má raða það, að undir Schwarzwald
(Myrkviði) séu hellar miklir neðanjarðar, að nokkuru
leyti fullir af vatni. Þetta kemur einmitt heim við
það, að jarðfræðingar á jar ðskjálftaathugunarstöð-
vunurn í Strassburg og Heidelberg hafa haldið því
(77)