Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 75
irflokki (ando-dídóíska) í 11 tungumál (ekki mállýzkur).
Má af þessu sjá, hve stórt hið nýja landvinningasvið
tungumala muni vera. Baskíska á Spáni er náskyld
þessum Kákasusmálum. Sé kenning Marrs rétt, að
áður en Indógermanir komu til Evrópu, hafi pessi
jafetíski flokkur verið þar fyrir, og þessar óskyldu
þjóðir haft ýms mðk og viðskifti, eins og fer um ná-
granna þjóðir, er renna saman, verður auðvelt að
skýra ýmislegt í indógermönskum málum, er óskilj-
anlegt var áður. Marr heldur því fram, að Germanir
hafi t. d upphaflega verið Jafetar og germönsk tunga
sé til orðin við samruna Indó germana og Jafeta.
Bendir hann á ýmislegt þessu til sönnunar. M. a. hef-
ir ekki tekist að sýna fram á, hvaðan þátíðar við-
skeyti veikra sagna (sag-ð-i) er komið. í Kákasusmál-
um (t. d. í georgísku) er þátið einmitt mynduð með
tannhljöða-viðskeyti, á georgísku v-deb = ég legg,
v-deb-di = ég lagði o. s. frv. Hin svonefnda veika
ijygging nafnorða (n-bygging) er sérkennileg fyrir
germönsk mal, en lítt kunn í öðrum indógermönsk-
um málum, en í jafetiskum málum er hún algeng.
Forskeytið ga- í germönskum málum, sem notað er
til að tákna heild (sbr. t. d. granni ga- rann - =
í sama ranni) mun tæplega vera sama og co- (com-)
á latínu, en er algengt í jafetiskum málum. Viðskeyt-
ið -ísk-, er táknar uppruna, ætterni og þesshattar í
germönskum málum (sbr. t. d. þýzkur, dillt-isk-) mun
vera komið af jafetisku sko/sto, er þýðir barn, afkvæmi.
Þá má og benda á fjölda oiða, sem koma fyrir í
germönskum málum og aðeins er unt að skýra með
samanburöi á ýmsum Kákasusmálum. Pannig er orð-
ið hönd í íslenzku líkiega upprunalega jafetískt, enn-
fremur orð eins og sjór, leikr, áss (= guð) o. fl Orð-
ið Thule hjá Pytheas er til í georgísku og swanetísku
tal-a og þýðir ey, og ýms önnur orð má b nda á.
Rannsóknir þessar eiu enn á byrjunarstigi og eru
þeir Marr og Braun nýbyrjaðir að gefa út fjölda rita
(73) 6