Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 90
í annað sinn spurði síra Hallgrímur barn á kirkju-
gólfi: sHvenær kemur dómsdagur?«. Barnið þagði.
Pá mælti prestur: »Pað er ekki von, að pú vitir pað,
barn; pað vita ekki englar guðs á himnum, og eg veit
pað varla sjalfur«.
Mægðir urðu með sira Hallgrimi og síra Jóni Jóns-
syni í Möðrufelli með þeim hætti, að síra Einar, son-
ur síra Hallgríms, gekk að eiga eina dætra síra Jóns.
Óvild mikil og jafnvel málaferli höfðu áður verið
með peim preslunum. Pað hafði hent eina dóttur
síra Jóns, Sigríði að nafni, að hún varð þunguð af
völdum vinnumanns prests, pess er Jóhann hét,'og
grunaði föður hennar ekkert um pað, en bratt tók
pað þó að kvisast um byggðina. Pá var paðeittsinn,
að síra Hallgrímur reið að heiman og ofan að Möðru-
felli, pótt enn væri pá heldur fátt með peim prest-
unum. Tók síra Jón vel við síra Hallgrími og bauð
til stofu. Ræddust peir par við um hríð um hitt og
þetta, en ekki lét sira Hallgrímur uppi neitt erindi
sitt. En að skilnaði mælti hann, áður en hann kvaddi:
»Er pað satt, maður, að hún Sigríður, dóttir þín, sé
ólétt?« Síra Jóni pykknaði í skapi; hljóðnaði hann við,
en mælti þó: »Hver segir pað?« Síra Hallgrímur svar-
aði: »Skiptú pér ekkert af, hver pað segir, maður;
láttú hana ekki gjalda orða minna, en taktú til föð-
urdyggðar«.
Síra Hallgrímur átti hund einn, sem hann hafði
miklar mætur á. Pegar hundurinn hrökk upp af, harm-
aði síra Hallgrímur hann mjög. Sýndi hann söknuð
sinn eftir hundinn með þeim hætti, að hann gekk
lengi við staf sinn öfugan, studdist við broddinn, en
lét handfangið snúa niður, og var pó silfurbúíð og
drifið vel. (Sögn Halldórs bókavarðar Briems).
Ein sonardætra síra Hallgríms, sú er Elín hét, ólst
upp með honum og unni hann henni mjög, svo að
vart mátti prestur af henni sjá. Pegar hún var stálp-
uð nokkuð, fekk hún að vera vetrartíma eða part úr
(88)