Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 56
Júní 23. Staðfesti dóms- og kirkjumálaráðherrann kosn-
ingu Árna cand. theol. Sigurðssonar tii fríkirkju-
prests i Rvík.
— 28. Klemens Jónssyni atvinnu- og samgöngumála-
ráðherra falið að veita forstöðu fjármálaráðuneyt-
inu, á meðan Magnús Jónsson fjármálaráðherra
var í embættisferð til Khafnar.
Júlí 10. Olafur Daníelsson dr. phil. skipaður kennari
við mentaskólann.
í p. m. sagði Stefán Jónsson af sér dócent-em-
bættinu við læknadeild háskólans hér, frá 31/i2.
Ágúst 14. Sigurði Eggerz forsætis-, dóms- og kirkju-
málaráðherra falið að veita forstöðu atvinnu- og
samgöngumálaráðuneytinu, á meðan Klemens Jóns-
son atvinnu- og samgöngumálaráðherra var í em-
bættisferð til Khafnar.
Sept. 18. Héraðslæknunum Jóni Jónssyni í Blöndu-
ósshéraði og Sigvalda S. Kaldalóns í Nauteyrar-
héraði veitt lausn frá embættunum, frá Vi°.
— 26. Kristján Arinbjarnarson læknir settur héraðs-
læknir í Blönduósshéraöi, frá og til V« 1923. —
Jón Benediktsson cand. med. settur héraðslæknir
í Nauteyrarhéraði, frá ‘/10 °g til V« 1923. — Karl
Magnússon læknir settur héraðslæknir í Hólma-
víkurhéraði, frá io og til '/° 1923; jafnframt var
hann settur héraðslæknir í Reykhólahéraði, frá ‘/ío,
um óákveðinn tíma. — Iíristmundur Guðjónsson
læknir settur héraðslæknir í Reykjarfjarðarhéraði,
frá V io, en 30/io var honum veitt embættið.
Okt. 1. Gunnlaugur Einarsson læknir ráðinn læknir
barnaskólans i Rvík. Áður hafði Guðmundur læknir
Thoroddsen pað starf á hendi.
Nóv. 27. Klemens Jónssyni atvinnu- og samgöngu-
málaráðherra falið að veita forstöðu dóms- og
kirkjumálaráðaneytinu, á meöan Sigurður Eggerz
forsætisráðherra var í embættisferð til Khafnar.
(54)