Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 50
ísafjarðardjúp (lJio) og fylgdi þeim par landsskjálfta-
kippur. Iíippur kom og í Norðtungu aðfaranótt
’/io. Eldsbjarmi af gosinu sást enn “/», frá Gríms-
stöðum í Fjallasveit. Síðanfóru eDgar sögur af því
og skömmu síðar var því lokið. Pá var enn óvist
hvar íóbygðum eystra gos þetta hafði verið, en seint
í nóvember eða snemma í desember var það rann-
sakað. Gígurinn kvað vera yíir 4 km. að stærð.
Nóv. 3. Gáfu hjónin Guðmundur prófessor Magnús-
son og Katrín Skúladóttir háskóla íslands 50 þús.
kr.; njóti þau vaxtanna, meðan annað þeirra er á lífi,
en upphæö þessi myndi minningarsjóð, kendanvið
nöfn þeirra og verði vöxtum hans síðar meir varið
til að styrkja íslenzka kandidata í læknisfræði eða
íslenzka lækna, til framhaldsnáms erlendis, svo að
þeir verði vel færir til að hafa kenslu á hendi i lækna-
deild háskólans hér, og til þess að styrkja og efla ís-
lenzka vísindalega starfsemi í læknisfræði.
— 27., aðfaranóttina, var stolið peningakassa úr verzl-
unarhúsi á Húsavík. í kassanum voru 2800 kr. i
peningum, ýms verðmæt skjöl og sparisjóðsbækur.
Morguninn eftir fanst kassinn frammi við sjó og
horfnir þá úr honum peningarnir, en hitt ekki.
— 28. Stofnað Félag Vestur-íslendinga í Rvík. For-
maður Guðmundur Sigurjónsson glímukappi.
— 29. Fórfram kosning í Rvík á sáttanefndarmönnum,
aðalmannni og varamanni. Kosnir voru: Aðalsátta-
semjari Ólafur Lárusson prófessor og varamaður
síra Kristinn Daníelsson.
í þ. m. byrjaði að koma út í Khöfn nýtt islenzkt
tímarit, 17. júní. Ritstjóri Rorfinnur Kristjánsson
prentari. — í þ. m. eða í des. byrjaði að komalút
í Rvik Tímarit lögræðinga og hagfræðinga.
Des. 1. Fullveldisdagurinn. Háskólaráðið og stúdenta-
ráðið héldu hann hátíðlegan og^ákváðu að gera
það framvegis, meðfram sem hátíðis- eða menn-
ingardag háskólans.
(48)