Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 87
Ási í Fellura og víðar, bróður síra Ketils i Húsavík,
föður Magnúsar sýslumanns Ketilssonar í Búðardal,
en móðir síra Hnllgrims var Thorlaciusættar, Elín
Hallgrímsdóttir sýslumanns Thorlaciuss, Jónssonar
sýslumanns, Porlakssonar byskups, Skúlasonar. Síra
Hallgrimur var prestur að Miklagarði í Eyjafirði sam-
fleytt í 60 ára, en hafði áður verið aðstoðarprestur
að Grenjaðarstöðum hjá síra Einari Bjarnasyni Thor-
lacius, bróðursyni sínum og systrungi, vel lærðum
manni. Skólalærdóm nam síra Hallgrímur í Skálbolts-
skóla og útskrifaðist paðan árið 1780 eftir 8 ára skóla-
vist; var hann eftir pað í Skálholli i prjú ár í pjón-
ustu Finns byskups, til pess er hann tók aðstoðar-
prestsvígslu (1783). Síra Hallgrímur andaðist 1846, 86
ára gamall. Síra Hallgrimur var jafnan meira í ver-
aldar sið en kennimanna, féglöggur og kappgjarn, en
lítt lærður, segir Espólín (Arb. XII, bls. 47). Hann átli
málapras mikiö við ýmsa menn nyrðra, bæði sókn-
armenn sína, sýslumenn og nágrannaprest sinn, síra
Jón Jónsson í Möðrufelli, er alkunnur var af smá-
ritaútgáfu sinni og oft var kaliaður hinn lærði. Var
síra Hallgrimi um hríð vikið frá embætti í málum
pessum, en pó vansalaust, og slapp hann vel frá að
lyktum. Kona hans var Ólöf Hallgrímsdóttir prests
og skálds að Grenjaðarstöðum, Eldjárnssonar, merk
kona og vinsæl. Af peim síra Hallgrími er komið
margt merkra manna; sonur peirra var síra Einar í
Saurbæ; um hann segir Espólín, að hann hafi verið
ungmennafræðari góður og likzt í móðurætt um and-
lega atgervi (Árb. XII, bls. 128-129). Hallgrímur djákni
Jónsson lýsir svo síra Hallgrími: »Hann er hvorki
friður maður sýnum, vel lærður né sérlegur kenni-
maður, en búmaður mikill, auðsæll, gestrisinn og
hófsmaður við vín« (Lbs. 292, fol.). Eftir pví sem nú
hefir verið sagt og af sögnum peim, sem ganga af
síra Hallgrimi, pótt sumar kunni að vera ýktar, pyk-
ir mega ráða pað, að hann hafi verið ákaflyndur
(85)