Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 74
hina fyrstu hljóðfærslu í germönskum málum, hvern-
ig stendur á því, að grískt, latneskt p verður f í ger-
mönskum málum (pater — faðir), t verður þ (tres —
þrir), k verður h (cornu — horn) o. fl.
Hvernig stendur ennfremur á því, að af öllum orðum
i germönskum málum finnast ekki nema rúml. 2/s hlut-
ar í öðrum indó-germönskum rnálum? Mætti raunar
skýra þetta á þann hátt, að sum af þessum orðum hafi
haldist í germönskum málum, en týnst í hinum (latínu,
grísku o. s. frv.), ennfremur að altaf séu búin til ný
orð o. s. frv., en lítt hugsaulegt mun þó, að ein tunga
sé jafn frjósöm til orðmyndunar. Ymsir málfræðing-
ar hafa því haldið því fram, að áður en Indó-german-
ar komu til Evrópu, hafi þar verið fyrir þjóðflokkur,
er mæiti á aðra (ekki indógermanska) tungu. f*egar
þessum skyldu þjóðflokkum lenti saman, hafi orðið
til blendingsmál, líkt og enn verður á vorum dögum
(sbr. pidgin úr ensku og kínversku). Á þenna hátt
verður auðveldast að skýra ýms fyrirbrigði í indó-
germanskri roálfræði. Höfundar þessara kenninga eru
tveir prófessorar i Rússlandi, N. Marr og Fr. Braun
(sá síðarnefndi er nú í Leipzig) og skal skýrt hér
lauslega frá kenningum þeirra. Þeir nefna tungumála-
flokk þann jafetískan (af Jafet í bibliunni, sbr. Sem
og semitískur, nafnið annars valið nokkurnveginn af
handahófi), er hafi verið fyrir í Evrópu, er indó-
germanska barst þangað. Til þessa jafetíska mála-
flokks teljast m. a. baskiska á Spáni og einkum ýms
mál í Kákasus. Hefir Marr, er nefndur var, um tugi
ára rannsakað öll Kákasusmál, þar á meðal ýmsar
mállýzkur, er aldrei hafa verið á bók færðar, og hefir
honum tekist að sanna skyldleika þeirra. Jafetíska
málaflokknum skifti hann í þrjár höfuðkvíslir eftir
ýmsum hljóðlögmálum (hvíslh)jóðum, blásturshljóð-
um og hljómkvæðum hljóðum). Blásturshljóða-flokkn-
um skiftir hann aftur í þrjá undirflokka eftir ýmsum
sérkennum og deilist ein höfuðtungan í þessum und-
(72)