Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 89
nokkurs, nefndarbónda úr Hólasókn, eitthvaö á þessa
leið: »Pú ert þá hér korainn, Kristján! Pú fórst aö
deyja frá kornungri konunni og hráblautum börnun-
um; það var illa gert, þaö var mikið illa gert. Kon-
an raátti ekki missa þig. Hólakirkja mátti ekki missa
þig, því að þú varst bezti söngmaður, og eg mátti ekki
missa þig. Pú varst góður smiður; þú vissir líka af því;
þú smíðaðir einu sinni fyrir mig fjórar silfurskeiðar,
og voru þær mjög vel gerðar. Söfnuðurinn saknar
þin, Hólakirkja saknar þín, ég sakna þín og við sökn-
um þín allir. Og berið hann nú út, piltar. — Amen!«
Sá unglingur var á vist með síra Hallgrími, er Þor-
valdur hét, tornæmur og viljalaus. En er prestur var
orðinn leiður á að þjarka við Porvald, bað hann
Benedikt bónda í Hvassafelli, hygginn mann og merk-
an, að taka hann af sér til uppfræðslu; fórust síra
Hallgrími þá svo orð: »Eg ætla nú að biðja yður,
minn gamli og góði Benedikt, að reyna, ef hægt er(
að troða ögn af skilningi í þenna góða Porvald; en
munið þér mig um það, farið þér ekkert með hann
út í heilagan anda, því að hann hefir ekkert með
það að gera«.
Eitt sinu voru vinnumenn prests að hlaða eða gera
við hlöðu í Miklagarði. Og er þeir voru að þekja
hana, hrundi hún inn. Fóru þeir þá heim og sögðu
presti frá þessu óhappi. Varð honum þá að orði:
»Nú, þið áttuð, piltar, ekkert erindi upp á hlöðuna«.
Einu sinni sem oftar var síra Hallgrímur að spyrja
börn á kirkjugólfi, er þá var almennur siður, og hlýddi
allur söfnuðurinn á. Þegar liann kom fram á kirkju-
gólfið, sagði hann: »Guð komi til með ykkur, börn;
það skal ekki verða lengi«.
í öðru sinni spurði síra Hallgrímur barn á kirkju-
gólfi: »Var hún María guðsmóðir jómfrú, þegar hún
átti Krist?« Barnið þagði við. Prestur sagði þá: »Pví
eigum við að trúa, jafnvel þó að hún hefði haft eitt-
hvert daður vió heilagan anda«.
(87)