Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Qupperneq 43
spýtti í sig blóði sóttveiks manns, í pví skyni að
staðreyna, hvort sóttveiki gæti borizt þann veg úr
einum í annan. MetchnikofT lagðist að vísu þunglega
haldinn, en batnaði aftur, og urðu nú mikil umskipti
á hugarfari hans; gerðist hann nú bjartsýnn og fyllt-
ist lífsþrótti og athafnafýst; héldust þau uraskipti alla
tíð siðan. Skömmu síðar fekk MetchnikofF arf nokk-
urn, sem nema myndi því, að hann gæti með spar-
semi lifað áhyggjulausu lífi eftir það. Pví var það,
að þau hjón fluttust suður í Messínaborg á Sikiley
árið 1882, í því skyni að rannsaka sjódýralíf við Mið-
jarðarhafið.
Pá um jólaleytið gerði MetchnikofF þann fund, sem
hann taldi mesta atburð og happ í lífi sínu. »Fram
að þeirri stundu var eg dýrafræðingur, en nú varð
eg með einni svipan sjúkdóma- eða meinafræðingur,«
segir MetchnikofF. Metchnikofí var einn heima í húsi
sinu, en allt fólk hans á skemmtisamkomu einni.
Hann var með smásjá sinni að athuga lifið í hreyf-
anlegum frumlum i krossfiskslarfi (eða lirfu), sem lá
fyrir framan hann. Pá kom honum skyndilega til
hugar, að svipaðar frumlur í lifandi verum gætu
aftrað skemmdum lífFæranna. Hann var ekki seinn á
sér, gerði þegar tilraun í þessa átt, vakti alla nóttina
af áhuganum, en jafnskjótt sem morgnaði, rann-
sakaði hann árangurinn og sá, að tilraunin hafði
heppnazt; með sem fæstum orðum: MelchnikoíFhafði
fundið starfsemi hinna hvítu blóðkorna, sem svo
miklu varða í líkamanum, honum til verndar, til út-
rýmingar skemmdum og eyðingar skaðlegum efnum.
»Pessi tilraun varð grundvöllurinn undir starfsemi
minni hin næstu 25 ár«, segir Metchnikoff.
Pessi fundur hafði hin mestu áhrif á MetchnikofF.
Honum þókli sem hann hefði fundið siðgæðamark
tilverunnar, og síðan varð Metchnikofí bjartsýnismað-
ur og vísindalegur mannvinur, ef svo mætti að orði
kveða. Rannsóknir hans upp þaðan hnigu að auk-
(41) 4