Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 48
í Rvík. — Minzt 50 ára afmælis Sauðárkróks-
kaupstaðar. — í Rvík: Aðalfundur Bókmentafélags-
ins. — Aðalfundur Eimskipafélags íslands. — Hófst
íþróttamót íþróttasambands íslands. Pví lauk 24.
s. m., með Íslands-glímunni.
Júní 24. Stórstúkuþing Good-templara hófst í Rvík.
— 26. Hófst Læknafundnr í Rvík.
— 27. Hófst Prestastefna í Rvík. Henni lauk 29. s. m.
í þ. m. náðaði konungurinn þá menn fjóra, er
hæstiréttur hafði dæmt til hegningar útaf við-
burðum, sem gerðust útaf brottför rússneska
drengsins frá Rvík í nóvember árið áður. — Odd-
ur Björnsson á Akureyri seidi prentsmiðju sína
Sigurði syni sínum og Ingóffi Jónssyni stud. juris.
Júlí 1. íþróttamót háð að Pjórsártúni.
— 6. Kom til Rvíkur, frá New York, enskt skemti-
ferðaskip, Osterley. Stærð þess um 13 þúsund
rúmlestir. 247 farþegar voru með því. Pað fór um
kveldið daginn eftir áleiðis til Nordkap.
— 9. Kappreiðar við Efliðaár.
— 14. Ársfundurhinsísl.garðyrkjufélagshaldinníRvík.
Ágúst 1. 25 ára afmæli Odd-fellow-reglunnar á íslandi.
Minningarrit var gefið út.
— 6. Kom þýzkt vínsöluskip, Stövenco, til Hafnar-
fjarðar, að uppi var látið til smáviðgerðar og vista-
kaupa, en að för þess væri heitið til Vesturheims, til
að selja farminn. Urðu réttarhöld út af komu þess;
það var flutt til Rvíkur, áfengið alt gert upptækt
og skipstjórinn dæmdur i 600 kr. sekt og eins
mánaðar einfalt fangelsi, þareð líkur þóttu afar-
miklar til þess að hingað til lands hefði för skips-
ins einungis verið heitið. (Skipið var selt um haust-
ið til Vestmannaeyja).
9.—13. Sat Lögjafnaðarnefndin að störfum í Rvík.
Sept. 1. Tók til starfa í Rvík ný prentsmiðja, Ágústs
prentara Sigurðssonar.
— 4. Byrjaði eimskipið Suðurland að fara póstferð-
(46)