Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 35
að Þjóðverjar skyldu greiða Frökkum skaðabætur fyrir
skemdir á námum, en að öðru leyti skyldi þetta
gjald falla niður.
»Skaðabótanefndin« skyldi leggjast niður og ölt
deilumái, sem kynnu að hefjast útaf skaðabótunum
skyldu lögð undir dóm þjóðabandalagsins. Keynes
viðurkendi rétt Bandamanna til skaðabóta, og hann
sagði, að ef striðið hefði staðið yflr i sex mánuði,
hefði það verið sjálfsagt að láta Þjóðverja borga
allan stríðskostnaðinn. En nú varaði stríðið meir en-
fjögur ár, og kostnaðurinn við pað varð svo hár
að fyrirsjáanlegt var að hann yrði aldrei greiddur
að fullu, og auk pess væru hin sigruðu ríki orðin
svo fátæk, að pau gætu ekki borgað, pó pau væru
skylduð til pess. Pess vegna vildi hann láta lækka
skaðabótaupphæðina eíns og áður er sagt, og verja
pví fé eingöngu til pess að endurreisa hin eyddn
héruð í Frakklandi, Belgíu og Serbíu.
Pessar tillögur áttu rót sína að rekja til hinnar
heilbrigðu skynsemi Keynes’s fremur en til mann-
úðar hans. Hann vildi sætta ófriðarpjóðirnar og
miðla pannig málum að allir mættu vel við una og
umfram allt tryggja friðinn i Norðurálfunni. Og nú
komst hann að peirri niðurstöðu, að heppilegasta
ráðið til pess, væri að hjálpa til pess að Pýskaland
gæti sem fyrst rétt við aptur efnalega. Hann taldi
örsnautt og undirokað Pýskaland hinn versta prösk-
uld í vegi fyrir alheimsfriði. Skoðanir hans voru
pveröfugar við skoðanir Clemenceaus, sem jafnan
hélt pví fram, að Pjóðverjar skildu engin lög nema
hnefaréttinn. Fyrir Keynes vakti pað fyrst og fremst
að koma verslun og viðskiftamálum heimsins aptur
í gott horf og til pess purfti hjáipar Pýskalands við.
Auk pess sýndi hann fram á að hefndar- og herveldis-
draumar keisarasinna myndu betur prífast hjá pýsku
pjóðinni, ef hún væri hungruð og undirokuð, en ef
hún væri frjáls og allir hefðu nóg að borða.
(33)