Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 46
Jan. 1. Nýjárssundið í Reykjavík. Jón Pálsson (sund-
kennara Erlingssonar) varð fyrstur; synti vega-
lengdina, 50 metra, á 37‘/s sek. — Vilhjálmur Fin-
sen cand. phil. lét af ritstjórn Morgunblaðsins, en
við tók Porsteinn Gíslason ritstjóri Lögréttu. —
Benedikt G. Waage verzlunarmaður lét af ritstjórn
blaðsins Próttur í Rvík, en við tók Björn Ólafsson
heildsali.
— 6. Kaupþing opnað í Rvík. Verzlunarráðið stofn-
aði til þess.
— 10. Bæjarstjórnarkosning í Hafnarfirði. Kosnir voru
Ólafur Böðvarsson kaupmaður og Gunnlaugur Krist-
mundsson kennari.
— 28. Bæjarstjórnarkosning í Rvik. Kosnir voru Pét-
ur Magnússon lögfræðingur, Björn Ólafsson heild-
sali, Jónatau Porsteinsson kaupmaður, Héðinn
Valdimarsson hagfræðingur og Hallbjörn Halldórs-
son prentari.
í þ. m. voru bæjarstjórnarkosningar á ísafirði
og Sevðisfirði. Á ísafirði kosnir Sigurjón Jónsson
útgerðarstjóri, Vilmundur Jónsson læknir og Eirík-
ur Einarsson, en á Seyðisfirði Jón Jónsson í Firði,
Gestur Jóhannsson og Sveinn Árnason. — Kosinn í
bæjarstjórn á Siglufirði Helgi Hafliðason kaupmaður.
Febr. 1. Glíma um Ármauns-skjöldinn háð í Rvík.
Tryggvi Gunnarsson verzlunarmaður, er vann
skjöldinn árið áður, kepti ekki. Skjöldinn hlaut
Björn Vigfússon frá Gullberastöðum, en verðlaun
fyrir fegurðarglímu fékk Eggert Kristjánsson.
— 2. Aðalfundur Ðýraverndunarfélagsins haldinn í
Rvik.
— 13. 6. fiskiþing íslands sett í Rvík.
í þ. m. byrjaði að koma út í Rvík nýtt mánað-
arrit, Arkir. — Gaf H. Schiöth á Akureyri 1000 kr.
til Lystigarðsins þar.
Mars 21. Ársfundur Búnaðarfélags íslands haldinn í
Rvík.
(44)