Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 36
Þvínæst lagði Kejrnes til að stofnað yrði fríversl-
unarsamband milli svo margra ríkja, sem hægt væri.
með England í broddi og undir vernd pjóðabanda-
lagsins. ÖIl rikin í pessu sambandi áttu að skuld-
binda sig til pess að leggja engan verndartoll á nein-
ar vörur, sem framleiddar væru innan sambandsins.
Á pennan hátt ætlaði hann að útrýma hinum Qár-
hagslegu iandamerkjum rikjanna og greiða úr verstu
flækjunum sem stöfuðu af hinum miklu rikjabylting-
um. Sérstaklega átti petta pó við Þýskaland. Ef skaða-
bótaupphæðin væri lækkuð og Pjóðverjum trygður
frjáls og opinn markaður fyrir vörur peirra, pá væri
enginn vafi á að dugnaður peirra og framtakssemi
myndi reisa landið við aptur á tiltölulega skömm-
um tíma.
Pá stakk Keynes uppá pví, að peim löndum, sem
verst væru stödd, væri veitt lán, sem allar pjóðir,
sem eitthvað gætu lagt af mörkum tækju pátt í.
Þetta alpjóðalán átti að bæta úr brýnustu pörf rikj-
anna, og auka samvinnu og samúð milli peirra. Að
síðustu iagði Keynes til að Bretar létu Rússa í friði.
Hann var enginn vinur Bolsevika, en hann áleit pað
bæði óhyggilegt og órétt, að pjóðir Vesturevrópu
færu að blanda sér i innanríkismál Rússlands. Hann
vildi taka upp sem fyrst verslunarviðskifti við Rússa
og taldi pað nauðsynlegt skilyrði fyrir velferð álf-
unnar.
Petta eru helstu atriðin í kenningum peim, er
Iíeynes kom fram með. Vægð við pá sigruðu og sam-
vinna milli allra pjóða til pess að endurreisa heim-
inn. En pessum kenningum var ekki hægt að koma
á framfæri 1919. Til pess var hernaðaræsingin of
heit og sigurdrambið of mikið. En allt, sem siðan
hefir skeð, hefir sýnt, hve óendanlega miklu betra
ástand heimsins væri nú ef pessar skoðanir hefðu
orðið ofaná á friðarfundinum. Keynes sá fyrir með
óviðjafnanlegri skarpskygni, hverjar afleiðingar Ver-
(34)