Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 40

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 40
Elie Metctanikoff. Úr Austurvegi hafa komið í meira en öld ýmsir afburðamestu menn Norðurálfunnar á ýmsum svið- um vísinda og lista og almennra endurbóta. Hafa fáar þjóðir á síðari tímum lagt mannkyninu til meiri andans menn en Rússar, og hafa þó sjálfir verið i mikilli niðurlægingu á ýmsan hátt, hversu sem lykta kann skírslum þeim, er súj þjóð nú gengur undir, svo að ógn stendur af Norðurálfu og öllum heimi. Er þó sú trú viturra manna, að þjóðin muni risa upp og skírast við eldraun þessa og að öllum þjóðum hins siðaða heims komi að nytjum sú reynsla, sem þessi eina þjóð hlýtur að fá við það að leggja sig í sölurnar til þeirra tilrauna um stjórnháttu og þjóðfélagsskipan, er áður hafa verið óreyndar og að eins átt heima í höfðum hugsjónamanna eða ritum gerbótamanna um stjórnarfar. Einn þessara afburðamanna er Metchnikoff. Hann er einn þeirra manna, sem veröldin á mest að þakka, einn þeirra, sem kippt hafa mannkyninu fram á braut þess til andlegrar og timanlegrar farsældar. Hann er i senn læknir og trúboði eða spámaður í bezta skiln- ingi orðsins. Af hugviti sinu hefir hann fækkað mein- um mannkynsins og opnað dulda heima náttúrunnar og af speki sinni hefir hann vísað mönnum leið til bjartra lífskoðana og jafnvægis i geðfari. Elie eða Ilija (þ. e. Elías) Iljitsch Metchnikoff fædd- ist 3. (15.) maí 1845 i héraðinu Charkow (Kharkoff) i suðurhluta Rússlands (Litla Rússlandi). Nam hann þar skólanám allt, fyrst í latinuskóla og síðan há- skóla. Um þær mundir er Metchnikoff var í latínu- skólanum, var mikill áhugi vaknaður með rússnesk- um menntamönnum umjviðreisn Rússlands, enda bor- inn fram af Ýmsum ágætum mönnum; þessi stefna (38)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.