Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 40
Elie Metctanikoff.
Úr Austurvegi hafa komið í meira en öld ýmsir
afburðamestu menn Norðurálfunnar á ýmsum svið-
um vísinda og lista og almennra endurbóta. Hafa
fáar þjóðir á síðari tímum lagt mannkyninu til meiri
andans menn en Rússar, og hafa þó sjálfir verið i
mikilli niðurlægingu á ýmsan hátt, hversu sem lykta
kann skírslum þeim, er súj þjóð nú gengur undir,
svo að ógn stendur af Norðurálfu og öllum heimi.
Er þó sú trú viturra manna, að þjóðin muni
risa upp og skírast við eldraun þessa og að öllum
þjóðum hins siðaða heims komi að nytjum sú reynsla,
sem þessi eina þjóð hlýtur að fá við það að leggja
sig í sölurnar til þeirra tilrauna um stjórnháttu og
þjóðfélagsskipan, er áður hafa verið óreyndar og að
eins átt heima í höfðum hugsjónamanna eða ritum
gerbótamanna um stjórnarfar.
Einn þessara afburðamanna er Metchnikoff. Hann
er einn þeirra manna, sem veröldin á mest að þakka,
einn þeirra, sem kippt hafa mannkyninu fram á braut
þess til andlegrar og timanlegrar farsældar. Hann er
i senn læknir og trúboði eða spámaður í bezta skiln-
ingi orðsins. Af hugviti sinu hefir hann fækkað mein-
um mannkynsins og opnað dulda heima náttúrunnar
og af speki sinni hefir hann vísað mönnum leið til
bjartra lífskoðana og jafnvægis i geðfari.
Elie eða Ilija (þ. e. Elías) Iljitsch Metchnikoff fædd-
ist 3. (15.) maí 1845 i héraðinu Charkow (Kharkoff)
i suðurhluta Rússlands (Litla Rússlandi). Nam hann
þar skólanám allt, fyrst í latinuskóla og síðan há-
skóla. Um þær mundir er Metchnikoff var í latínu-
skólanum, var mikill áhugi vaknaður með rússnesk-
um menntamönnum umjviðreisn Rússlands, enda bor-
inn fram af Ýmsum ágætum mönnum; þessi stefna
(38)