Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 33
svo líti út sem friðarfundurinn hafi gleymt því aö
hlutverk hans var að tryggja framtíð Evrópu og alls
heimsins. Mestur hlutinn af tima fulltrúanna gekk í
að ákveða landamerki (sem reyndist þvinær ókleift
verk, vegna þess að kenningin um sjálfsákvörðunar-
rétt þjóðanna flæktist altaf fyrir þeim, og kom oþt í
bága við vilja sigurvegaranna), finna ráð til þess að
veikja hinar sigruðu þjóðir um aldur og æfi, og til
þess að láta þær bera hinar fjárhagslegu byrðar, er
af stríöinu leiddu.
Hér rákust á tvær stefnur, sem ómögulegt var að
samrýma, að kúga Pýskaland og halda því máttlausu
og jafnframt að láta það borga stríðskostnaðinn.
Nú sýndi Keynes fram á að með friðarsamningnum
hefðu Bandamenn brotið stoðirnar, sem báru fjár-
hag Þýskalands uppi,’) og Pjóðverjar myndu aldrei
geta greitt þær skaöabætur, sem þeim voru ákveðnar.
þeir yrðu örsnauðir, seðlar þýska rikisbankans verð-
lausir og af þessu öllu myndu síðar hljótast mikil
vandræði, aukið hatur milli þjóðanna og hættulegar
deilur. Hefir þessi spádómur rætst fullkomlega eins
og menn vita. Pvínæst kom Iíeynes fram með endur-
bótatillögur sinar. Var hin fyrsta á þá leið að upp-
hæð sú sem Pjóðverjar skyldu greiða Bandamönnum
og ákveðin hafði verið 8 miljarðar sterlingspunda
skyldi lækkuð ofan í tvo miljarða punda og frá
þeirri upphæð skyldi draga verð þýska verzlunar-
flotans, sem Bandamenn höfðu tekið, verð þýskra
sæsima og ríkiseigna í Elsass-Lothringen og öðr-
um héruðum, sem Þjóðverjar áttu að láta af hendi.
Reiknaðist honum svo til, að þetta myndi nema
500 miljónum punda. Pá voru eptir 1500 miljónir,
sem Pjóðverjar skyldu greiða Bandamönnum með
jöfnum árlegum afborgunum á næstu þrjátiu árum.
*) Keynes rannsakaöi itarlega friöarskilmálana og gagnrýndi þá.
Hér er ekki rúm til aö rekja þetta nánar, enda munu flestir
kannast við helstu atriðin i Versalafriönum.
(31)