Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 72
Nóv. 21., aðfaranóttina, brann vörugeymsluhús Vað-
ness-verzlunar í Rvík. Tókst að slökkva eldinn,
en húsið skemdist mjög, og mestalt brann eða
ónýttist sem í því var.
í þ. m. kviknaði í íslenzku vélskipi, Viola, skamt
undan ströndum Englands. Skipshöfnin gat ekki
slökt eldinn og sigldi því skipinu á land. Skipið
ónýltist alveg, en skipverjar björguðust allir. — Seint
í p.m.féllmaður útaf bryggjuáSiglufirðiogdruknaði.
Des. 24. Féli Ágúst Gíslason útvegsbóndi í Vestmanna-
eyjum út af paili eða bryggju þar og druknaði.
Um miðjan þ. m. strandaði norskt eimskip, File-
fjeld, á Rifskerjum við Gjögur. Mannbjörg varð.
Leiðrétting: Eldgosið er hófst í október hófst hinn 5. og var i
Vatnajökli, en Öskjugosið hófst 17. nóvember.
Benedikt Gabríel Benediktsson.
Útlendur íræðabálkur.
1. Nýjar uppgötvanir í málfrœði, Eins og kunnugt
er, heflr því verið haldið fram, að flestallar þjóðir
Evrópu væru af indógermönskum málaflokki og að
endur fyrir löngu hafi dvalið austur í Asíu (sumir
hyggja á Norðurlöndum) þjóð, er hafl mælt hið upp-
runalega mál Indógermana, hið indógermanska mál.
Er tímar liðu fram, hafl þjóðflokkur þessi flutzt til
Evrópu, tvistrast um álfuna og er hver bjó að sínu,
hafi tungurnar breyzt og á þann hátt séu flest Evrópu-
mál til orðin. Á þessum grundvelli hafl málfræðingar
starfað í nokkra mannsaldra, skrásett og iýst ná-
kvæmlega hljóðum, beygingum og breytingum þess-
ara mála og rakið sögu þeirra eins langt aftur í tím-
ann og unt heflr verið. Þannig hefir tekist að sanna
og sýna fram á skyldleika t. d. allra germanskra
mála og búa til frummyndir hins upprunalega máls
Germana, er rekja má allar breytiugar hinna ein-
(70)