Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 51
Um veturinn gekk mjög skæö lungnabólga víða um
land. Einna skæöust í Öræfasveit.
Um sumariö var haldið úti, í fyrsta sinn, skemti-
báti á Pingvallavatni.
b. Alþingi.
Febr. 15. Alþingi sett. Síra Magnús Jónsson dócent
prédikaði í dórnkirkjunni. Kosinn forscti samein-
aös pings Sigurður Eggerz, en varaforseti Sveinn
Olafsson, endurkosinn. í efri deild endurkosinn
forseti Guömundur Björnson, og varaforsetar end-
urkosnir, Guðmundur Ólafsson fyrsti, og Karl Ein-
arsson annar varaforseti. í neðri deild var Bene-
dikt Sveinsson endurkosinn forseti, en Porleifur
Jónsson var kosinn fyrsti og Bjarni Jónsson frá
Vogi annar varaforseti, endurkosinn. Skrifarar voru
kosnir: í sameinuðu þingi Eiríkur Einarsson, end-
urkosinn, og Björn Hallsson, í efri deild Hjörtur
Snorrason, endurkosinn, og Einar Árnason, en í
neðri deild Magnús Pétursson og Porsteinn M. Jóns-
son, endurkosnir. Skrifstofustjóri Alþingis var sett-
ur sem fyr Jón cand. phil. Sigurðsson frá Kallað-
arnesi. Á þinginu skifti um stjórn landsins (Sjá
embætti og sýslanir).
— 18. Pingmannskosning i Suður-Pingeyjarsýslu, í
stað Péturs heitins íjármálaráðherra Jónssonar.
Kosinn var Ingólfur 40«*»©». kaupfélagsstjóri «.(f,
Fjósatungu, (með 801 atkvæði).
Mars 15. Pingmannskosning í Vestur-Skaftafellssýslu,
í stað Gísla sýslumanns Sveinssonar, er sagði af
sér (2/a) vegna heilsubilunar. Kosinn var Lár-
us Helgason bóndi á Kirkjubæjarklaustri, (357
atkv.).
Apríl 26. Alþingi slitiö. Alls voru haldnir 55 fundir í
neðri deild, 53 í efri deild og 14 í sameinuðu þingi.
Pingið samþykti 31 lagafrumvarp, sem voru 8 stjórn-
arfrumvörp og 23 þingmannafrumvörp. 9 frumvörp
(49)