Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 80
fram, aö sennilega væri mikið um hvelfingar og liella
neöanjarðar á þessu svæði.
9. Siökkbreytingar í dýraríkinu. í fáum greinum
náttúruvísinda hafa á síðari árum orðið meiri fram-
farir en líffrœði, enda fá rannsóknarefni mannkyninu
gagnlegri. Pví miður hefir almenningi hér á landi
ekki enn verið leiðbeint í hagkvæmri bók um þau
efni, síðan Pjóðvinafélagið gaf út Darwins-kenning'eft'w
Armauer Hansen (í þýðingu Dr. Helga Péturss). En
góðar horfur eru nú á því, að úr þessu verði bætt inn-
an skamms og að vér eignumst rit um þessi efni eftir
íslenzkan sérfræðing. — Almanakið flytur nú mynd
af Mendel og örlitia fræðslu um hann og erfðakenn-
ingar hans. En merkustu rannsóknir síðari ára um
líffræði hefir þó hollenzkur vísindamaður gert, Hugo
de Vries að nafni. Hann vakti fyrst augu manna fyrir
stökkbreytingum í jurtarikinu; síðan tóku menn að
rannsaka þetta fyrirbrigði í dýrarikinu og hafa fund-
ið fjölmörg dæmi slíkra breytinga þar. Stökkbreyt-
ing (mutatio) er það, að skyndilega koma fram ný-
irteiginleikar hjá jurtum og dýruro, svo að um nýj-
ar tegundir verður að ræða eða kynþáttu, með því að
hinir nýju eiginleikar ganga að erfðum. Dæmi þessa
ætla menn vera svínið þríhöfðaða á Krím, ferhyrnd-
ar geitategundir o. fl. Ancon- og Mauchampsauðui-
inn hafa með vissu orðið svo til (i lok 18. aldar
og á öndverðri 19. öld).
Innlendur fræðabálkur.
1. Aldahrollur. Sigurður málari Guðmundsson (f.
1833, d. 1874) er einn hinna einkennilegustu tslend-
inga á siðari tímum um skapferð alla, tilkomumikill
hugsjónamaður, með fádæmum óeigingjarn og vand-
aður, en i aðra röndina harðlyndur, tannhvass og
78