Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 124
Þetta bendir á, að í fornöld muni hafa verið póst-
hús þar. (Punsch).
Prestur nokkur spurðí einu sinni barn á þessa
leið: »Hvenær meðtókstu heilagan anda?« Barnið
þagði við; þá hviskraði annað barn að því: »í skirn-
inni, segðu.« Barnið heyrði óglöggt og svaraði: »í
skýjum himins«. Prestur spurði þá aftur: »Hvað
varstú þá að fara, fuglinn minn«. (ísl.).
í sóknum sira Jóns (Reykjalíns) á Pönglabakka var
kvæntur maður, Jóhann Runólfur að nafni. Einu sinni
er prestur kom i húsvitjun, lét hann Jóhann þenna
lesa, sem aðra, en hann var lílt heima í þeirri íprótt,
og kom allt skakkt og bjagað út úr honum. Pá sagði
prestur: »Svei, þú ert þá ekki læs! Hver gaf þig í
hjónaband?« — »Pað gerði nú sjálfur prófaslurinn,«
svaraði Jóhann. (Lbs. 837, 8vo.)
Prestur nokkur leiddi konu í kirkju eftir hinum
eldra kirkjusið, og var þessi formáli ræðu hans:
»Enn ertú komin, enn heflrðu viljað það og enn
skaitú fá það, þvi að mikið vill meira, og amenl«
(Lbs. 837, 8vo.)
Prestur nokkur spurði barn á kirkjugólfi undir
embælti, eins og siður var fyrrura: »Hver hefir skap-
að þig?« Barnið þagði við. Pá gall við kerling ein
framan úr kirkjunni: »Pað er nú ekki svo, unga
fólkið núna, að það viti það.« Prestur mælti þá: »Eg
veit, að þú veizt það þá.« Kerling svaraði: »Eg hefi
nú munað það, en það vaflast einhvern veginn fyrir
mér núna.« (Lbs. 837, 8vo.)
Vesturheimsmaður einn óskaði eftir að kynnast
stað, þar sem menn geta ekki dáið, »af þvi,« sagði
hann, »að þangað vil eg fara til þess að eyða þar sið-
(106)