Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 88
mjög í skapi, svo að gönuhlaup hafi af orðið, euda
átti hann bágt með að láta hlut sinn, jafnvel pótt um
smámuni eina væri að ræða. Sannorðir menn segja
hann verið hafa skörulegan mann, eins í predikunar-
stól og ella, en miður hafi ræður hans verið að kenni-
mannahætti, enda höfðu prestar sjaldnast ritaðar ræð-
ur sínar um hans daga. Flaumósa hefir hann verið
og nokkuð undarlegur í háttum vegna skaplyndis síns,
en trygglyndur og góðgjarn í reynd. Sagnir pær, sem
hér fara á eftir, eru að mestu eftir Jónas barnakenn-
ara Jónsson úr Sigluvík, er kallaður var Sigluvíkur-
Jónas, fróður maður og vel gefinn (Lbs. 837, 8vo.).
Síra Hallgrímur hafði í lifanda lífi fengið sér leg-
stein, er leggjast skyldi yfir hann dauðan, og lá hann
par heima á staðnum. Með presti var par í Mikla-
garði vinnumaður sá, er Jón hét, hagorður maður.
Einn morgun, er menn risu á fætur í Miklagarði, sáu
menn vegsummerki; höfðu erindi pessi pá um kvöld-
ið verið krotuð með krít á legsteininn, og eignuðu
menn Jóni:
Hér liggur hold í jörð
Hallgríms prests Thorlaci,
sem drottins sauðahj.örð
sullaði slöpum í.
Andar hans æðsta hnoss
auðlegðin jafnan var;
mætavel Mammons kross,
en meðalvel Krists hann bar.
Pótt hann nú dytti í dá,
draga menn sér í grun,
efsía dag holdsins á
aftur hann ganga mun.
Um aldir eilífar
æ mun hann tórandi
og herða á hljóðin par.
Hvar pá? Eg veit ekki.
Einu sinni talaði síra Hallgrímur yfir líki Kristjáns
(86)