Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 109
drap. Seinast var það orðið svo lítið, að pað var
ekki taægt að eygja pað berum augum.«
Nytj»bálkur.
1. Geilur. Pessi hvimleiði kvilli heflr verið nokkuð
tiður hér á landi. Heflr almenningi þó staðið stuggur
af honum og þeir menn heldur hafðir út undan, sem
hafa verið svo ólánssamir að fá hann; er slíkt þó
oftast að ósekju, því að venjulegast hafa geitnaveikir
menn fengið sjúkdóminn á ungum aldri, er þeir gátu
ekki varið sig, af vanhirðu þeirra, er gæta skyldu
þeirra. Nú heflr læknalélag íslands haflð baráttu
gegn þessum sjúkdómi og hyggst að útrýma honum
með öllu á landi hér. Gunnlaugur læknir Claessen
heflr af þessari ástæðu ritað grein um þMta efni,
sem hann nefnir »geitnasjúkdómurinn á tslandi.ð
Er hér um svo alvarlegt mál að ræða, að Alra. tekur
hér upp óbreytta grein læknisins. Hún hljóðar svo:
uLæknastéltin heflr bundizt samtökum um að hefja
baráttu gegn geitnasjúkdóminum bér á landi. Á síð-
astliðnu sumri áttu læknar hvaðanæva af landinu
l'und með sér, til þess að ræða stéttarmál og heil-
brigðismál. Peir urðu m. a. ásáttir um að hefja sam-
rannsóknir á ýmsum efnum, er auka mættu vísinda-
lega þekkingu á heilbrigði og sjúkdómum eða greitt
gætu fyrir haganlegum framkvæmdum við lækningar.
Nefnd sú, sem læknafélag íslands kaus til þess að
hafa forgöngu i þessum efnum (G. Hannesson, G.
Thoroddsen og G. Claessen) heflr ákveðið, að meðal
annarra verkefna skyldu læknar landsins reyna að
safna í vetur og vor skýrslum ura alla geilnasjúka á
landinu, til þess að fá glöggva hugmynd um útbreiðslu
(97)