Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 133
Gestgjaflnn: Nú, þér búizt þó ekki við að finna
spánnýja fílabeinsgreiðu í máltið, sem kostar 75 aura?
Gömul piparmær, heldur ófrýnileg, var á gangi
með ströndu fram í baðstað einum, mætti fögrum
yngismanni og lagði fyrir hann þá spurning, hvort
ekki væri þetta staðurinn sá, þar sem nýlega hefði
ung sorgbitin stúlka kastað sér í hafið, en ungur
maður bjargað henni og siðan gengið að eiga hana.
»Jú, rétt er það,« svaraði maðurinn »en eg bið
yður að athuga þaö, göfuga jungfrú, að eg kann ekki
að synda.«
»Hefir þú ekki séð tóu hlaupa hér um?« spurði
veiðimaður smaladreng.
»Jú, eg hefl það,« svaraði drengurinn.
»Hvað er iangt síðan?« mælti veiðimaður, bar
braðan á og dró upp bóginn á byssunni.
»í haust sem kemur eru þrjú ár síðan,« svaraði
drengurinn.
Kennari einn flutti eitt sinn erindi um háttsemi
Rómverja hinna fornu. Hóf hann mál sitt svo: »Eins
og þér vitið, háttvirtu áheyrendur, sátu Rómverjar
ekki á stólum, eins og vér, er þeir mötuðust, heldur
lágu þeir kringum borðið, studdust á annan olnbog-
ann, en mötuðust með hinum.«
»Hvernig í skrambanum stendur á því,« mælti
maður við son sinn, ungan dreng, »að þú skekkir
allt af skóna þina?«
»Ætli það geti ekki komið til af því,« svaraði dreng-
urinn, »að jörðin er hnöttótt?«
Tvær hefðarkonur ræðast við og segir þá önnur:
»En hvað þú ert með fallegt hár og hvað það fer
þér dæmalaust vel — hvar hefirðu keypt það?«
(109)