Freyr - 01.04.2003, Side 4
Ólöf Björg og Jóhannes á Heiðarbæ I. (Freysmyndir).
14 - Freyr 3/2003
Okkur langaði að búa við fé
Viðtal við Ólöfu Björgu Einarsdóttur og Jóhannes Sveinbjörns-
son á Heiðarbæ I í Þingvallasveit
Þú ert ekki eini búfrœðikandi-
datinn í Jjölskyldunni.
Nei, við erum átta systkinin og
fjögur okkar hafa farið í fram-
haldsnám í búfræði, Valdimar,
sem býr á Nýja-Sjálandi, Valdís
og Svanborg, auk min.
Olöf Björg og Jóhannes á
Heiðarbæ í Þingvalla-
sveit hafa bæði aflað sér
góðrar menntunar í búfræði og
reka nú stórt íjárbú á Heiðarbæ.
Nýlega fór blaðamaður Freys,
ásamt Jóni Viðari Jónmunds-
syni, ráðunaut, á fund þeirra til
að fræðast um búskap þeirra og
fleira. Fyrst eru þau beðin um
að kynna sig, eti tekið skal fram
að í því sem á eftir fer eru svör
þeirra beggja án þess að það sé
alls staðar greint í sundur.
Jóhannes: Ég er fæddur hér og
uppalinn. Foreldrar mínir eru
Sveinbjöm Jóhannesson og Stein-
unn Guðmundsdóttir. Föðurætt
mín hefur búið hér síðan 1921 en
þá flutti langafi minn, Sveinbjöm
Jón Einarsson, hingað frá Hvíta-
nesi í Kjós og hafði skipti á jörð
við bóndann sem bjó hér. Móðir
mín er aftur frá Kollafirði og lang-
afí minn í þá ætt, Kolbeinn
Högnason, sem þar bjó, var m.a.
þekktur hagyrðingur. Faðir henn-
ar, Guðmundur Tryggvason, er
frá Stóru-Borg í Víðidal, þannig
að rætumar lig^ja víða.
Ólöf Björg: Ég er ffá Lambeyr-
um í Laxárdal í Dalasýslu. Foreldr-
ar mínir eru Sigríður Skúladóttir,
ættuð þaðan, nú látin, og Einar 01-
afsson, sem er uppalinn í Reykja-
vík. Við eigum tvö böm, Svan-
borgu 7 ára og Sveinbjöm 5 ára.
Skólaganga?
Jóhannes: Skólaganga mín er
sú að ég fór að Hvanneyri eftir
stúdentspróf á Laugarvatni, lyrst í
bændadeild og síðan í búvísinda-
deild, þar sem við Ólöf Björg
kynntumst en hún útskrifaðist úr
búvísindadeild 1993 og ég 1995.
Síðan fómm við bæði til Svíþjóð-
ar til framhaldsnáms við Land-
búnaðarháskólann í Ultuna, ég í
fóðurfræði og hún í kynbótafræði,
kjötfræði o.fl. og við útskrifúð-