Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.2003, Qupperneq 6

Freyr - 01.04.2003, Qupperneq 6
Heiðarbær I í Þingvallasveit. Jú, það var orðið hálfgert vandamál hvað fé okkar sótti mik- ið í átt að Mosfellssveitinni, en nú er komin girðing sem liggur þvert yfír heiðina og yfir á Hellisheiði, kölluð ofanbyggðargirðing, og hún heldur að fénu. Við teljum það verulega til bóta. Er friður um ástand gróðurs á afréttum ykkar? Það voru uppi raddir hér fyrir um áratug sem vildu helst banna alla beit á þessu svæði en nú ríkir meiri sátt um þetta. Að hluta til getur það verið vegna þess að fé hefur fækkað og að hluta út af ofanbyggðargirðing- unni, sem kom fyrir tveimur ár- um og Reykjavíkurborg gerði í samvinnu við aðliggjandi sveit- arfélög. Það má líka nefna að við á þessum bæ og fleiri bænd- ur hér í sveit teljum okkur hafa verið að bæta landið með þátt- töku í verkefninu “Bændur græða landið” í á annan áratug. Eg held að menn hafí séð að það sé best að þessi mál séu í hönd- um bænda. Það sé besta trygg- ingin fyrir að það sé verið að bæta eitthvað. Fallþungi? Hér áður þá var hann oft 14-15 kg en fór niður lyrir það þegar hart var í ári. Nú síðustu árin höf- um við verið með kálbeit og lengt jafnframt sláturtímann þannig að árin 1999-2001 hefur fallþunginn verið um 15-16,5 kg. Frjósemin hefur síðustu ár hefur verið um og yfír 1,9 lömb fædd á á. Hvaða kynbótamarkmið hafið þið i fjárrœktinni? Góð frjósemi er númer eitt en þar sem hún var í raun til staðar þegar við tókum við hefur meiri áhersla verið á að draga úr fítu- söfnun og bæta vöðvaflokkun. Einnig leggjum við áherslu á mjólkurlagni ánna. I þessu er skýrsluhaldið lykilatriði, út frá því má stunda markvissar kynbæt- ur með ströngu úrvali, afkvæma- og einstaklingsdómum og síðast en ekki síst notkun sæðinga. Haustmeðferð fjárins? Fyrsta leit er um 15.-20. sept- ember og höldum við fénu heima eftir það. Túninu er skipt í þrjár girðingar en við erum ekki með afgirt úthagahólf. Það er hins vegar draumur okkar að koma upp slíku hólfí og stunda þar mark- vissa úthagaræktun. Æmar fara á há og úthaga en lömbin á grænfóðurbeit, sem er aðallega repja, ásamt há og lítils- háttar úthaga. Af þeim grænfóð- urtegundum sem við höfum próf- að virðist repjan skila mestu mið- að við tilkostnað. Miklu skiptir að miða stærð grænfóðurakranna og fjölda lamba sem á þá fara við það að grænfóðrið endist í a.m.k. 5-6 vikur. Líflömbin þurfa ekki að fara á kálið. Ekki er heldur ástæða til að bata á káli lömb sem þegar hafa náð hæfílegum fall- þunga sem fyrir okkar fjárstofn virðist vera 14-17 kg fyrir gimbr- ar og 16-19 kg fyrir hrútana. Ef lamb fer að verðfalla vegna fitu er það komið yfir hæfilegan fall- þunga að okkar mati. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að gimbrar ná þessu marki við 2-3 kg lægri fallþunga en hrútar og eins er einstaklingsbreytileiki gríðar- legur sem má nýta sér með því að meta lömbin á fæti og velja þau þannig til slátrunar ekki bara út frá þunga heldur einnig átaki. Mikill timi fer í Qárrag að haustinu. Við teljum að bötunin sé ekki markviss nema lömbin séu vigtuð og skoðuð a.m.k. fyrir og eftir hana. Við höfúm slátrað mest öllu eftir hefðbundinn slátur- tíma, þ.e. í nóvember og desemb- er s.l. 3 ár og höfum verið að þreifa okkur áfram bæði með grænfóðurbötun og innifóðrun. Hvatinn til þessa er auðvitað hækkandi afurðaverð eftir því sem líður nær jólum og teljum við okkur vera að vinna ákveðið markaðsstarf með þessu. Við er- um orðin nokkuð sannfærð um að ekki borgi sig að slátra gimbrun- um seinna en í nóvemberbyrjun, vegna þess að eftir það verður fítusöfnun þeirra yfirleitt of mikil. Hins vegar getur borgað sig að [~6 - Freyr 3/2003
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.