Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2003, Síða 10

Freyr - 01.04.2003, Síða 10
************ Alnafnarnir á Heiðarbæ, Sveinbjörn c lnncmlandsmarkaðurirm ? Já, hann er okkar besti markað- ur. Þar höfum við ekki staðið okk- ur nógu vel í vöruþróun og alhliða markaðssetningu á kindakjöti. Það var ákveðið sjokk eftir að Goði hf. hrundi og svo hefur ástandið á kjötmarkaðnum verið mjög skrítið að undanfömu, það er verið að framleiða kjöt og selja undir kostnaðarverði. Þið hafið verið að framleiða kjöt til sölu á ferskmarkaðnum, Sveinbjörn, fella net. hvaða skilaboð fáið þið firá þeim markaði? Afurðastöð okkar, Sláturfélag Suðurlands, hefur verið tilbúin að borga hærra verð á þessum tíma, þ.e. í nóvember og desember, auk þess sem Markaðsráð kindakjöts styður við þá framleiðslu og út- flutningsskyldan verður þá minni. Við fáum þannig þau skilaboð að einhverju leyti ffá markaðnum að hann vilji fá þetta kjöt, með því að meira er greitt fyrir það. Það sem truflar okkur dálítið er að fítuflokkunin er þessu kjöti óhagstæð og maður verður því að fara varlega í eldið, ef kjötið fell- ur í 3+ í fítu þá dettur yfírborgun- in út. Þetta er sérstaklega við- kvæmt varðandi páskalömb, sem við höfum rétt prófað. Eg hef reyndar aldrei skilið það að hag- kvæmara sé að framleiða litla skrokka en stóra, ég held að það muni breytast stóra skrokkunum í hag efitir því sem kjötið verður unnið meira hér heima, sem mað- ur vonar að gerist. Auk þess tel ég að það sé til ein- hver stærðarhagkvæmni í sauð- fjárrækt, þ.e. miðað við fram- leiðslumagn. Ég held að þar sé fljótlegra að sækja hagræðinguna í það að auka afúrðir eftir hverja á heldur en stækka búið þó að það verði líka að skoða á hverjum stað og tíma. Nýtist þér það í starfi þínu hjá RALA að vera bóndi? Jóhannes: Já, ég held og vona það. Þar er ég við beinar fóður- fræðirannsóknir í norrænu verk- efni þar sem farið er nokkuð djúpt í meltingu og efnaskipti jórtur- dýra, í hermilíkani sem við erum að vinna að. Aðaláherslan er þar á mjólkurkýr en þekkingin, sem fæst þar, nýtist við öll jórturdýr. Auk þess hef ég verið í verkefn- um sem varða tilraunir á Hesti, skipuleggja þær og vinna úr þeim. Mér fínnst ég nýta í þessu ein- hverja reynslu af því að vera bóndi og eins öfugt, í búskapnum nýtist ýmislegt sem ég hef lært í sambandi við mína vinnu hér á RALA. Það að vera bóndi auð- veldar líka e.t.v. að tala við bænd- ur. Við sáum það úti í Ultuna að margir sem voru með okkur í kúrsum höfðu ekki neina eigin reynslu í sambandi við búskap. Þar lærðum við betur að meta þann grunn sem við höfðum frá 110 - Freyr 3/2003

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.