Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2003, Side 15

Freyr - 01.04.2003, Side 15
Tafla 2. Sauðfjárbú Möguleikar 1. Lítil fjárbú, t.d. allt að 100 kinda á jörðum þar sem lítill eða enginn annar búskapur með grasbíta er stundaður lengur, en tún eða aðrar slægjur eru fyrir a.m.k. þrisvar sinnum fleiri vetrarfóðraðar kindur í hefðbundnum búskap. Eingöngu er notað tað frá fénu á búinu sem nægir til að framleiða um 1/3 heyfóðursins en 2/3 koma af óábornum túnum. Gefið er fiskimjöl með heyi af óábornum túnum. Tún sem mest friðuð þar sem rúmt er í úthaga. Töluverð er af slikum jörðum, jafnvel aðallega tekjur utan bús. I sumum tilvikum fellur til einhver annar búfjáráburöur, svo sem frá hrossum, sem mætti nýta í lífrænu ræktunina, jafnvel fá vottun á þau líka. Ágætir 2 Lítil og miðlungs fjárbú, t.d. allt að 200 kinda á blönduðum búum þar sem t.d. er rekið kúabú sem gefur 1/2 - 2/3 bústekna. Sauðataðiö nægir til að framleiða 1/3 heyfóðursins en 2/3 koma af túnum sem mykja eða annar búfjáráburður er borinn á, þ.e. millifærsla sem er heimil a.m.k. á aðlögunartímanum á meðan langtímafrjósemi túnanna er að byggjast upp, sennilega í allt að 10 ár. Aðeins sauöfjárbúið, tún þess og úthagi er vott- að. All mörg bú koma til greina. Góðir 3. Miðlungs og stærri fjárbú, þar sem tún eru stór og í góðri rækt og jafnvel hægt að afla hluta fóðurs á engjum eða óábornum túnum og spara vetrarfóður verulega með beit, t.d. í fjöru eða á brokflóa. Ekki er hægt að reikna með að mörg fjárbú með 200-400 fjár geti farið í lífræna aðlögun i heild á þessum grundvelli en með aðfluttum búfjáráburði myndi staða þeirra styrkjast á aðlögunartímanum. Sæmilegir 4. Stærri fjárbú, t.d. 400-600 kinda, sem uppfylla sömu skilyrði og bú í 3. flokki. Allt sauðataðið er notað á túnin auk aðfiutts búfjáráburðar á aölögunartímanum. I stöku tilvikum gætu svo stór bú farið í aðlögun, einkum þar sem saman gæti farið mikill heyskapur utan áborinna túna (á óábornum túnum og engjum), góð vetrarbeit í sátt við náttúruna, jafnvel fjörubeit, og afbragðs sumarbeit. Takmarkaðir 5. Stærri fjárbú, t.d. 400-600 kinda með lítil tún, enga nýtanlega vetrarbeit, lítinn úthaga og enga möguleika til að afla heyja utan túna jarðarinnar. Aðfluttur lífrænn áburöur ekki tiltækur meö hagkvæmum hætti. Slæmir eða engir ákveðnar aðstæður. Eftir því sem búin eru stærri og sérhæfðari dregur úr möguleikunum og litlar líkur eru á að sum stærri ijárbúin í landinu hafi skilyrði til lifrænnar aðlögunar, aðallega vegna skorts á lífrænt vottuðu vetrarfóðri. Fram að 24. ágúst 2005 er heimilt að fóðra að hluta á hefðbundnu fóðri, þ.e. af landi sem fær tilbúinn áburð, en eftir það skal allt fóður vera lífrænt vottað og tilbúinn áburður því ekki lengur í mynd- inni. Því er sérstök ástæða að kanna möguleika á aðlögun strax í vor til að nýta það svigrúm sem er til að nota hefðbundið fóður að hluta næstu tvo vetur. Það fellur vel að aðlögun túna og annars nytjalands sem tekur minnst tvö ár. Þótt þátttaka í gæðastýringu samkvæmt sauðfjársamningi geti auðveldað aðlögun að lífrænum búskap, t.d. vegna úttektar á beiti- landi og aðbúnaði fjárins, er um óháð ferli að ræða. Ljóst er að líf- ræna vottunin gerir ekki minni kröfúr til bóndans því að um er að ræða mjög vandaða, markaðs- tengda gæðastýringu. SÉRVÖRUMARKAÐUR - ÚR VÖRN f SÓKN Er einhver markaður fyrir líf- rænt vottað dilkakjöt? Þannig er oft spurt. Af þróuninni erlendis má ráða að svo sé og sterkar vís- bendingar komu fram fyrir nokkr- um árum þegar Kjötumboðið hf. vann að kynningu þessarar sér- vöru í Bretlandi. Þá var svo kom- ið að meira kjöt vantaði til þess að unnt væri að gera sölusamning. Þetta sýndi m.a. að treglega geng- ur að koma nýrri vöru á framfæri ef aðeins er hægt að skrapa saman nokkur tonn í prufusendingar. Þar sem framleiðsluferlið er langt þarf að renna styrkari stoðum undir líf- ræna ræktun, framleiðslu og aðra grunnþætti og hefja um leið mark- visst þróunarstarf. Vissulega hefúr ýmislegt gott verið gert í þessum efnum á vegum Aforms - Ataks- verkefnis og fleiri aðila en betur má ef duga skal. í Bændablaðinu (16) hefur komið fram í viðtal- i við Dennis O'Donnel hjá Whole Foods verslanakeðjunni í Banda- ríkjunum, sem seldi 100 tonn af Freyr 3/2003 - 151

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.