Freyr

Volume

Freyr - 01.04.2003, Page 22

Freyr - 01.04.2003, Page 22
slöngu. Vöm felst í bólusetningu með stífkrampabóluefni, sem áður segir, og nákvæmu hreinlæti með alla hluti, sótthreinsun á nafla- streng, hnífum, markatöngum og merkjum, en umhverfís hús komi þrifnaðarlag af möl eða malbiki. GaRNABÓLGA - LAMBASKITA. Orsök: Gamabólga og skita er algeng í lömbum fyrstu dagana eftir burð. Slímhúð mjógamar er bólgin. Vökvi safnast í gömina, hreyfíngar þannanna örvast af ert- ingunni. Lélegt fóður ánna, júgur- bólga í móður, ónóg mjólk, snöggar breytingar á fæðu, t.d. gervimjólk, óhreinlæti, kuldi o.s.frv., draga úr mótstöðukrafti lambanna svo að ýmsir sýklar, sem annars em þeim meinlausir, geta valdið meltingartruflunum fyrstu dagana. Einkenni: Einkenni em lík því sem sést við blóðsótt. Lömbin verða dauf og lystarlaus og híma sinnulítil. Síðar fá þau þunna grænleita eða ljósleita skitu, jafn- vel með blóðtaumum og taka oft út miklar þrautir. Aðgerðir: Grípa þarf til lækn- inga, annars deyja lömbin á fyrsta eða öðrum sólarhring vegna vökvataps. Hjúkmn skiptir ekki síður máli en lyf og er mest um vert að fyrirbyggja vökvatapið. Gefið þrisvar á dag upplausn salta og glúkósa, 50 ml á kg með maga- slöngu ef lambið tekur ekki við. Reyna má súrmjólk, AB-mjólk eða kakóduft í vatni. Króknunog uppþomun er algeng með gama- bólgu. Einangrið lambið vegna hættu á að önnur lömb smitist og jafnvel fólk (böm og gamalt eða viðkvæmt fólk). Sýklalyf skal að- eins gefa að ráði dýralæknis. Slefsýki (kólíeitrun, vatns- KJAFTUR, „WATERY MOUTH“) Orsök: Sjúkdómur þessi er ekki nýr en er orðinn útbreiddur og veldur víða miklu tjóni. Astæða hans er fyrst og fremst sú að um- hirða við sauðburð er ekki í sam- ræmi við aðstæður og e.t.v. em sérstakir og skæðir stofnar af kól- ísýklum á ferð. Slefsýki er tvisv- ar til þrisvar sinnum algengari í þrílembingum en einlembingum, lömb lélegra áa veikjast fremur en lömb undan góðum ám. Komi eitthvað fyrir lömbin á fyrsta sól- arhring er þeim hættara. Fái lömbin nægan brodd nógu snem- ma (50 ml/kg á fyrstu klukku- stund eftir fæðingu) er að mestu girt fyrir hættu á sjúkdómnum. Það sem gerist er þetta: Kólísýkl- ar berast með óhreinindum ofan í lambið nýfætt (oft á undan brod- di) og komast litt hindraðir ofan í mjógöm þar sem þeim íjölgar fyrst en deyja síðan. Eitur sýkl- anna losnar úr læðingi og lamar hreyfmgar gama. Afleiðing er lystarleysi og hungurdauði eða blóðeitrun, líffærabilun og dauði. Einkenni: Lömbin veikjast oft- ast 12-48 klst. gömul, verða dauf og hætta að sjúga. Innan klukku- stundar fara þau að slefa (glær, slímkennd) og “gráta”. Loft safn- ast í meltingarveginn („gutlbelg- ur). Lömbin deyja á 6-24 klst., sé ekkert gert. Aðgerðir: Að lækna er erfiðara en að fyrirbyggja og varla er á færi annarra en snillinga að hjúkra mörgum lömbum svo að fullt gagn verði að. Snillingar em að vísu margir á Islandi. Heljist lækning snemma má bjarga a.m.k. 85% veikra lamba með cftirfarandi aðferðum: Koma þarf í veg fyrir að lömbin svelti og þomi upp. Halda þarf í skefjum sýklavexti í gömum og hindra blóðeitrun þar til hreyf- ingar gama em eðlilegar. Gefið veiku lambi daglega fúkkalyf, gef- ið því ekki mjólk heldur 100-200 ml af sykur-saltupplausn þrisvar sinnum á dag. Búið vel um það hjá móður sinni nema það sé mjög veikt. Hjúkrið því þar til það sýgur eðlilega á ný. Með ýmsum að- gerðum má draga úr hættu á slef- sýki: Sótthreinsa húsin árlega, hafa loftræstingu góða, þrífa burðarstíur eftir hverja á, þrífa gerði. Varast þrengsli, meiðsli og hættur fyrir lömbin. Fylgjast með því að hvert lamb komist fljótt á spena. Taka á júgrinu og í spena og ganga úr skugga um að broddur sé nægur og ekki júgurbólga (saltbragð af 122 - Freyr 3/2003

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.