Freyr - 01.04.2003, Page 24
baktería og veira. Sjúkdómur
þessi hefúr breiðst nokkuð út um
landið á síðustu árum. Þóað sjúk-
dómurinn dragi lömbin sjaldnast
til dauða veldur hann rýrð. Slátur-
lömb geta orðið ósöluhæf.
Einkenni: Lömbin smitast ung
af fúllorðnu fé, sem oft er smitber-
ar. Þau verða dauf, fylgja móður-
inni illa, mæðast óeðlilega og fá
hryglu við áreynslu. Einstöku
lambi batnar að mestu, önnur sýna
einkenni lungnabólgu er þau
koma af fjalli. Þau hósta og grá-
leitt slím er í vitum. Við krufn-
ingu sjást mismunandi útbreiddar
bólguskemmdir í framblöðum
lungna, en yfirleitt ekki skemmdir
í öðrum líffærum.
Aðgerðir: Mjög hefur reynst
erfitt að hamla gegn þessum sjúk-
dómi þar sem hann hefúr náð fót-
festu. Ættu bændur því að forðast
að kaupa fé frá þeim bæjum þar
sem sjúkdómsins hefur orðið vart.
Tvíbólusetning er stundum reynd
á öllu fé árlega með lungnapest-
arbóluefni og fargað þeim kindum
sem sýnt hafa einkenni um brjóst-
veiki. Lyf eru til en virka ekki vel
og eru dýr. Þess eru dæmi að
bóndi hafi orðið að farga öllu sínu
fé vegna þessa sjúkdóms.
Koparskortur, óbeinn
EÐA BEINN (FJÖRUSKJÖGUR)
Orsök: Fjöruskjögur er gamal-
kunnur sjúkdómur í nýfæddum
lömbum hér á landi þar sem fjöru-
beit var notuð, en ekki eða lítt
gefið hey um meðgöngutímann.
Sjúkdómsins verður vart á ein-
stöku bæjum ennþá þótt fjörubeit
að vetri sé að mestu aflögð. Efnin
molybden, jám og brennisteinn í
jarðvegi og plöntum hafa áhrif á
koparbúskap líkamans og fram-
kalla óbeinan skort. Sjaldnar mun
um beinan koparskort að ræða.
Einkenni: Einkenni koparskorts
eða fjömskjögurs er skortur á
valdi yfir hreyfmgu fótanna, eink-
um afturfóta, svo að lömbin skjö-
gra og slettast til í gangi. Stund-
um em lömbin alveg ósjálfbjarga,
geta ekki eða tæpast staðið, þó að
þeim sé hjálpað á fætur. Þau eru
sljó til augnanna, skynjun ófull-
komin, oft liggja þessi lömb með
sífelldum titringi eða krampaflog-
um og taka út þrautir. Stundum
koma sjúkleg einkenni fyrst fram
við áreynslu. Við kmfningu finn-
ast vökvafyllt holrúm o.fl.
skemmdir í miðtaugakerfínu.
Aðgerðir: Með því að gefa án-
um koparlyf reglulega um með-
göngutímann má að vemlegu leyti
girða fyrir þennan sjúkdóm hjá
lömbunum. Til em koparlyf sem
sprauta má í vöðva. Hafið í huga
að sauðfé er mjög viðkvæmt fyrir
of miklum kopar. Tilgangslítið
hefúr reynst að lækna lömb sem
haldin em þessum kvilla.
Selen / E-vítamínskortur
(hvítvöðvaveiki, stíu- eða
innistöðuskjögur)
Orsök: Skortur á E-vítamíni
og/eða seleni í fóðri ogjarðvegi er
viða fyrir hendi. Misjafnt er ffá ári
til árs hve mikil brögð em að sjúk-
dómi af þeim völdum, einnig er
munur milli landsvæða. Hættara
er við að lömb fái sjúkdóminn ef
ánum, einkum þeim yngstu, hefur
verið haldið á húsi allan veturinn
og ffam yfir burð, sérstaklega þeg-
ar fóðrið er einhæft og heyin létt.
Einkenni: Fyrir kemur að lömb
fæðist með hvítvöðvaveiki. Þau
em þá ófær um að risa á fætur og
eiga sér varla viðreisnar von.
Lömbin fæðast þó oftar fullfrísk
og dafna vel fyrstu dagana. Sjúk-
dómseinkenni koma skyndilega
og oft samtímis því að farið er að
láta lömbin út, einkum ef þau
hreyfa sig mikið við leik eða
rekstur. Lömbin missa þrótt,
verða stirð, hölt og reikul i gangi,
staulast um, stundum á hnjánum
og vilja helst liggja. Oft em lömb,
sem sett em út fullfrísk að morgni,
orðin örmagna að kvöldi og geta
ekki staðið. Sé ekkert að gert
hrakar lömbunum smám saman
og drepast eftir nokkra daga.Við
krufningu sjást úrbreiddar
skemmdir í vöðvum ganglima, en
aðrir vöðvar, t.d. hjarta og þind,
geta einnig verið skemmdir. Séu
mikil brögð að selen- og eða E-
vítamínskorti geta skemmdir á
hjartavöðva valdið því að tals-
verður hluti lambanna deyr
snögglega af hjartabilun á fyrstu
sólarhringunum.
Aðgerðir: Ef tekið er eftir veik-
inni á byijunarstigi er oft auðvelt
að lækna hana með þvi að dæla í
lömbin bætiefnum og seleni.
Komist veikin á hátt stig er lækn-
ing erfið og tekur langan tíma.
Hægt er einnig að fyrirbyggja
veikina með því að hafa nægilegt
selen og E-vítamín í fóðri seinni
hluta meðgöngu. Helst ætti að
mæla þessi efni í fóðri ef slík vönt-
un er líkleg. Hreyfing er heppileg
fyrir æmar. Þær ætti að viðra þeg-
ar mögulegt er að vetrinum. Fiski-
mjöl (síldarmjöl) og hveitiklíð er
selenauðugt. Selenauðugar forða-
kúlur má setja í vömb ánna, en
þess ber að gæta að stutt er í sele-
neitrun.
J OÐSKORTUR
(STÆKKUN Á SKJALDKIRTLI,
SKJÖLDUNGSAUKl)
Orsök: Flest ár ber á joðskorti á
stöku bæjum. Araskipti em að
þessu. Vanhöld em oft talsverð.
Einkenni: Skjaldkirtill stækkar
á ærfóstmnum og verður stundum
áberandi kúla á hálsi neðan við
kverk og getur valdið erfiðleikum
í fæðingu. Hárafar er slétt og eyru
á lömbunum lafa. Lömbin líkjast
hvolpum.
Aðgerðir: Hægt er að fyrir-
byggja þetta með því að hafa opið
joðglas í fjárhúsglugga eða rjóðra
joði á stoð.
124 - Freyr 3/2003