Freyr - 01.04.2003, Qupperneq 30
Prúður 00-037 með 122 í heilda-
reinkunn en lömbin undan honum
voru mjög vel vöðvuð með sér-
lega góð lærahold. Þessi hrútur er
frá Stafholsveggjum undan Mola
93-986.
I rannsókn í Jörfa var Maðkur
01-719 sem sýndi fádæma mikla
yfirburði og var með 136 í heilda-
reinkunn, en þar af 165 úr kjöt-
matshluta þar sem lömb undan
honum fengu verulega betra mat
um gerð en undan öðrum hrútum
en voru um leið verulega fitu-
minni. Þessi úrvalshrútur er undan
Læk 97-843 en úr móðurætt kem-
ur blóð kynbótahrúta eins og Gosa
91-945 og Galsa 93-963.
I Hraunsmúla var langefstur
hrútanna Tappi 01-575 með 133 í
heildareinkunn fyrir ákaflega þétt-
vaxin og vel vöðvuð lömb. Þessi
hrútur er undan Pinna 99-563,
sem sýndi mjög góða niðurstöðu í
rannsókn á síðasta ári og skilur
. eftir sig hóp mjög athyglisverðra
afkvæma, en hann var fenginn frá
Staðarhrauni og er mikið Hest-
blóð í honum.
Moli 00-195 í Dalsmynni stað-
festi yfirburði sína frá haustinu áður
í minni rannsókn þar sem einkunn
hans fyrir sláturlömbin var 139.
Eins og fram kemur hér að lfam-
an voru kollóttu hrútamir á Hjarð-
arfelli í rannsókn vegna sæðingar-
stöðvanna. Hymdu hrútamir þar
vom hins vegar eins og áður i rann-
sókn. Líkt og haustið áður vom yf-
irburðir Mola 00-687 það yfir-
þyrmandi að öðmm hrútum var þar
ekki hleypt að. Hann var nú með
125 í heildareinkunn, en að þessu
sinni voru yfirburðir nær allir
fengnir úr mati lifandi lamba, en sá
lambahópur var með ólíkindum
glæsilegur og mun stærstur hluti
þeirra lamba hafa hafnað í ásetn-
ingi, þannig að sláturlömb undan
honum munu aðeins hafa verið lít-
ið hrat af afkvæmum hans þetta
haustið, þó að hann fengi samt ein-
kunn vel yfir meðaltal fyrir þau í
þessum sterka samanburði. I ljósi
hinna afgerandi yfirburða hjá af-
kvæmum Mola tvö haust í röð var
ákveðið að taka hann á sæðingar-
stöð þar sem hann er nú sem verð-
ugur arftaki föður síns með númer-
ið 00-882.
Langsamlega umfangsmesta
rannsókn haustsins var á Lamb-
eyrum þar sem nær þrír tugir hrúta
voru í samanburði. Yfírburðir hjá
Sveinka 01-319 voru feikilega
miklir en hann fékk 150 í heilda-
reinkunn þar sem báðir þættir
rannsóknarinnar töldu nær jafnt.
Lömbin undan honum voru mjög
vel gerð, með sérlega öflug læra-
hold. Þessi hrútur er fenginn frá
Sveinungsvík, undan Vasa 00-
204, og því sonarsonur Túla 98-
858. Bósi 01-320 var með 122 í
heildareinkunn, en lömb undan
honum voru væn og ágætlega
gerð. Hann er undan Bassa 95-
821 en móðurfaðir er Brandur 93-
640 frá Smáhömrum. Þá var
Mjölnir 01-350 með 120 í heilda-
reinkunn, en lömb undan honum
höfðu mjög góða gerð en voru
heldur í feitari kantinum í saman-
burði hópanna, líkt og ættemi
hans gat gefíð ástæðu til en hann
er sonur Mjölnis 94-833.
A Gillastöðum stóð efstur Kar-
íus 01-181 með 124 í heildarein-
kunn. Þessi hrútur var að skila
vænum og vel gerðum lömbum
með ákaflega hagstætt fítumat.
Hann var fenginn frá Melum í
Ameshreppi, sonur Nagla 98-064.
Hrútarnir í Asgarði voru að
þessu sinni aðeins í minni rann-
sókn á grundvelli kjötmats. Dropi
01-436 fékk þar 131 í einkunn fýr-
ir sláturlömb sem sýndu ótrúlegt
frávik í mati fyrir gerð en vom fúll
fitumikil. Dropi er sonur Bessa
99-851. Þá staðfesti Snær 00-432
ágæti sitt frá árinu áður, fékk nú
130 í einkunn fyrir sláturlömbin.
Eins og áður sýndi hrútur 99-259
á Kjarlaksvöllum skýra yfirburði í
rannsókninni, þar með 121 í
heildareinkunn fýrir hóp af vænum
og vel gerðum lömbum. Þessi hrút-
ur er afkomandi Dropa 91-975.
Vestfirðir
Umfang afkvæmarannsókna á
svæðinu var heldur minna en það
hefur verið undangengin tvö
haust. Stærri rannsóknir vom á 16
búum þar sem samtals 125 af-
kvæmahópar komu í dóm og ein
minni rannsókn var unnin.
Sólon 01-281 á Kambi vakti
verðskuldaða athygli fyrir athygl-
isverðar niðurstöður úr rannsókn
þar. Fékk hann 133 í heildarein-
kunn en kjötmat lamba undan hin-
um var frábært um gerð um leið
og lömbin vom fítulítil. Þessi
hrútur er sonur Njarðar 00-278 frá
Gautsdal sem vakti athygli sem
einstaklingur á sýningum á síðasta
ári og dóttursonur Dals 97-838.
Hrútur þessi verður undir smá-
sjánni sem efni í stöðvarhrút.
Ein af stóru rannsóknum
haustsins var á Brjánslæk, en und-
anfarin ár hefúr það bú verið með
einna umfangsmest starf í þessum
efnum á landinu. Mjög mikill
munur kom þar fram á milli hópa.
Langhæsta heildareinkunn fékk
Ilmur 01-231 eða 142 ogþarvom
langmest áhrif þess að lömb und-
an honum höfðu feikilega hag-
stætt fitumat þrátt fyrir ágætan
vænleika. Þessi hrútur er sonur
Hlekks 00-219, sem er undan
Klæng 97-839, en móðurfaðir er
Hnútur 97-082 frá Brimilsvöllum,
sem hvað mesta yfirburði hefur
sýnt ásamt sonum sinum undan-
farin ár. Sonur Hnúts, Greifi 99-
203, sem áður hefur sannað ágæti
sitt var í öðm sæti með 129 í
heildareinkunn og langbestu nið-
urstöðu hrútanna úr skoðun lif-
andi lamba. Þriðji hrúturinn með
yfirburðaniðurstöður þetta haustið
var Yddari 01-228 með 124 í
130 - Freyr 3/2003