Freyr

Volume

Freyr - 01.04.2003, Page 33

Freyr - 01.04.2003, Page 33
aukning í umsvifum á þessum vettvangi frá því sem áður hefur verið. Stærri rannsóknir voru unn- ar fyrir níu bú þar sem dómur var felldur um 72 afkvæmahópa en til viðbótar komu minni rannsóknir á 11 stöðum og þar bættust við 64 hópar. í Sunnuhlíð féll toppurinn í hlut þeirra Áka 00-671 og Tralla 97- 670 en þeir voru með 126 og 125 í heildareinkunn. Á Bjamastöðum stóð eftir hrút- ur 00-006 með 122 í heildarein- kunn en lömbin undan honum höfðu afgerandi betra mat fyrir gerð en undan öðmm hrútum í rannsókninni. Hrúturþessi er und- an Dreka 95-005. Á Hjallalandi stóð langefstur hrútur 98-676 með 123 í heilda- reinkunn en yfírburðir hans voru allir sóttir í kjötmat þar sem ein- kunn hans var 154 en sláturlömb undan honum sýndu ótrúlega mik- ið frávik í fituflokkun, virtust virkilega fítuskert. Þessi hrútur er undan Hnoðra 95-801. Féð á Akri er í hópi þess besta hér á landi hvað gerð viðvíkur en fitusöfnun stundum fúll mikil. í afkvæmarannsókninni þar skip- uðu sér því á toppinn þeir hrútar sem best náðu að vinna á fitunni. Fjölnir 00-482 stóð efstur með 124 í heildareinkunn en þessi hrútur er þar úr heimaræktun, föð- urfaðir hans er Jökull 92-455 frá Mávahlíð sem þar var lengi notað- ur. Moli 99-477 var með 119 í heildareinkunn en hann er sonur Mola 93-986 en móðir hans fjár- skiptaær úr Mávahlíð. í Holti í Svínadal stóð langefst- ur Hlynur 00-046 með 137 í heildareinkunn en lömbin undan honum höfðu ágæta gerð og voru, ólíkt því sem sést hjá afkvæmum alltof margra hálfbræðra hans, al- veg laus við óþarfa fitusöfnun en þessi hrútur er sonur Asks 97-835 en- móðir hans er fjárskiptaær frá Klúku í Kirkjubólshreppi. í minni rannsókn í Litladal voru feikilega afgerandi niðurstöður hjá Garra 01-667 sem fékk 138 í einkunn fyrir sláturlömb. Á Sölvabakka kom fram einn af toppum haustsins Soldán, 01-060, sem var með 150 í heildareinkunn og 172 úr kjötmatshluta rannsókn- ar, en sláturlömb undan honum höfðu afbragðsgerð um leið og þau voru fremur fítulítil. Þessi hrútur er sonur Túla 98-858. í þessari sömu rannsókn var Hnoðri 99-099 með 120 í heildareinkunn en yfirburðir hans voru aðallega fengnir úr ómsjármælingum. Þessi hrútur er sonur Austra 98-831. I Víkum var efstur hrútanna Bambi 01-439 með 122 í heilda- reinkunn fyrir vel gerð lömb með þykka vöðva. Þessi hrútur er son- ur Haga 98-857 en rekur ættir í móðurliðinn til Gosa 91-945. í minni rannsókn í Höfnum voru yfirburðir hjá Bolla 00-265 ákaf- lega eindregnir en hann fékk 132 í einkunn fyrir sláturlömb. Þessi hrútur er sonur Klængs 97-839. Skagafjörður Hvergi á landinu hefúr kraftur- inn í þessum þætti ræktunarstarfs- ins verið meiri en í Skagafirði. Haustið 2002 bættu þeir samt mjög um ffá því sem áður hefúr verið. Stærri rannsóknir voru unn- ar á 31 búi og þar voru í rannsókn samtals 254 hópar en þar við bætt- ust minni rannsóknir á 13 stöðum þar sem 80 hópar komu til viðbót- ar. Garri 01-031 bar umtalsvert af í rannsókn á Ketu á Skaga, en hann fékk 127 í heildareinkunn. Kjöt- mat lamba undan honum var eink- ar hagstætt bæði vöðvi og fíta, en þessi hrútur er sonur Prúðs 94- 834. I minni rannsókn á Hrauni voru tveir veturgamlir hrútar sem báru mikið af í sláturlömbum. 01-005, sem er sonur Mola 93-986, fékk 136 í einkunn og 01-004, sem er undan Prúði 94-834, fékk 130 í einkunn. I Rannsókn á Veðramóti stóð efstur Þrjótur 97-400 með 128 í heildareinkunn en þessi hrútur er fenginn frá Smáhömrum, sonur Geisla 95-428. I rannsókn í Árgerði bar af Trítill 01-345 með 126 í heilda- reinkunn. Þessi hrútur var að skila fremur léttum en mjög vel gerðum lömbum. Trítill er sonur Túla 98- 858. í Birkihlíð voru tveir hrútar með mjög góða niðurstöðu úr rannsókn. Krútti 00-307 fékk 124 í heildareinkunn þar sem yfirburð- ir voru meiri hjá lifandi lömbum. Gassi 01-309 fékk 121 í heilda- reinkunn en yfirburðir hans voru allir í gæðum sláturlamba. Krútti er sonarsonur Njóla 93-826, en Gassi er frá Hjarðarfelli undan Gassa 99-668. Eins og mörg undanfarin ár þá voru einhverjar glæsilegustu niðurstöður haustsins í einni rannsókn á Syðra-Skörðugili. Þar var Snerill 00-459 með lang- hæsta heildareinkunn, eða 134, en eins og haustið áður skáru lömb undan honum sig verulega úr með miklu hagstæðara fitu- mat en aðrir hrútar á búinu gáfu og útslag hans nú því enn meira í einkunn, en lömb undan honum mældust einnig með mjög þykk- an bakvöðva. Snerill er sonur Húns 92-809, en í móðurlegg er hann afkomandi Freys 92-539 frá Hofsstöðum sem reynst hefur flestum hrútum sterkari í fram- ræktun á fénu á Syðra-Skörðug- ili. Lambahópurinn undan Toppi 01-462 var fádæma glæsilegur, lærahold með því almesta sem gerist, en hann fékk 112 í heilda- reinkunn í samanburði í þessum sterka hópi. Toppur er sonur Prúðs 94-834, en i móðurlegg kemur Freyr inn, auk þess sem Freyr 3/2003 - 331

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.