Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2003, Síða 39

Freyr - 01.04.2003, Síða 39
inni þó að greinilegt væri að engir þeirra veittu framannefndum tveimur hrútum samkeppni með tilliti til kjötgæða. Rétt er að vekja á því athygli að gríðarlega hátt hlutfall lamba undan Víði og Gný úr rannsókninni enduðu sem ásetningslömb þannig að niður- stöður úr rannsókninni um slátur- lömb undan þeim eru tæpast sam- anburðarhæfar við heimahrútana. Á Brekku var Roði 01-591 með mjög afgerandi yfirburði, þessi hrútur, sem er sonur Lækjar 97-843 sýndi bestu aðalsmerki sona hans sem ná að sameina í sláturlömbun- um feikilega mikla vöðvasöfhun en samtímis fremur litla fitu. Móðu- faðir Roða er Váli 87-241 sem á sinni tíð var grunneinstaklingur í byijun ræktunar á því öfluga fé sem nú er að finna á Brekku. Á Reyðará féll toppurinn í hlut Ýmis 01-722 með 126 í heilda- reinkunn, en þessi hrútur var að gefa vel gerð en mjög fitulítil slát- urlömb eins og hann á kyn til en hann er undan Sjóði 97-846. Kóngur 00-714 staðfesti ágæti sitt frá fyrra hausti með 120 í heilda- reinkunn þó að nú fengi hann meiri samkeppni. Kóngur er frá Brekku undan Gný 99-555. I afkvæmarannsókninni í Bjamanesi voru feikilega miklir yfirburðir hjá Hnoðra 01-041. Hann fékk 141 í heildareinkunn fyrir lambahópinn, en sláturlömb undan honum voru ákaflega vel vöðvuð en um leið fitulítil. Hnoðri er sonur Spóns 98-849, en móðurfaðir hans er Bassi 89-960. Á Fomustekkum bar afkvæma- hópur undan Bæti 96-176 mikið af en hann fékk 130 í heildarein- kunn í rannsókninni. Lömbin und- an honum vom vel gerð en höfðu um leið minni fitu en afkvæmi hinna hrútanna í rannsókninni. I rannsókn í Nýpugörðum voru tveir feðgar sem gerðu garðinn frægan. Háfur 00-149 var með hæsta heildareinkunn, hvorki meira né minna en 149 fyrir feiki- lega öflugan og vel gerðan hóp, en hann var einnig hæstur í hlið- stæðri en minni rannsókn þar á bæ á síðasta ári. Háfur er undan Hæng 98-848 en móðurfaðir hans er Gjafar 04-785 í Viðborðsseli, sem var sonur Þéttis 91-931. Það sem enn styrkti stöðu hans var að sonur hans Mávur 01-195 fékk 140 í heildareinkunn í rannsókn- inni og hann sýndi enn betri út- komu hjá sláturlömbum en Háfur gerði, þó að hún væri afbragðs- góð. Móðurfaðir þessa hrúts er Stubbur 95-815. I Lækjarhúsum vom afgerandi yfirburðir hjá Galdri 00-419 en hann fékk 123 í heildareinkunn fyrir lömb sem höfðu grípanlega mikil lærahold og vom fremur fitulítil. Þessi hrútur er sonur Geisla 96-255, sem alllengi var notaður í Lækjarhúsum, en sá hrútur var albróðir Prúðs 94-834. Freyr 3/2003 - 39 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.